16.02.2011
Búsvæði fugla friðlýst
Á alþjóðlega votlendisdaginn þann 2. febrúar sl. undirritaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra friðlýsingu búsvæðis fyrir fugla í Andakíl í Borgarfirði. Sveitarfélagið Borgarbyggð, Landbúnaðarháskóli Íslands og landeigendur 13 jarða í Andakíl - Hvítárvalla, Grímarsstaða, Heggsstaða, Báreksstaða, Vatnshamra, Ausu, Neðri-Hrepps, Innri-Skeljabrekku, Ytri-Skeljabrekku, Árdals, Grjóteyrar, Grjóteyrartungu og Skógarkots - standa að friðlýsingunni. Mikil og góð samvinna var milli Umhverfisstofnunar og allra þessara aðila við undirbúning friðlýsingarinnar.