Dynjandi

Mynd: Edda Kristín Eiríksdóttir

Mynd: Edda Kristín Eiríksdóttir

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Ísafjarðarbæjar, Minjastofnunar og Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna vinna nú að endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Dynjanda.

Dynjandi, ásamt öðrum fossum í Dynjandisá og umhverfi við Dynjandisvog, var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1981. Fossinn Dynjandi er rómaður fyrir formfegurð sína og svæðið hefur mikið aðdráttarafl en Dynjandi er einn fjölsóttasti áfangastaður ferðamanna á Vestfjörðum. Stærð hins friðlýsta er 644,9 ha.  

Nánar um hið friðlýsta svæði

Hér fyrir neðan er að finna samráðsáætlun fyrir verkefnið og fundargerðir. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita:
Sigrún Valgarðsdóttir, sigrun.valgardsdottir@umhverfisstofnun.is og Edda Kristín Eiríksdóttir, edda.kristin.eiriksdottir@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000

 

Samráðsáætlun


Fundargerðir samstarfshóps

1. fundur samstarfshóps 22. september 2023

2. fundur samstarfshóps 14. desember 2023

Aukafundur hluta samstarfshóps 4. janúar 2024 

Fundargerðir samráðsfunda 

1. samráðsfundur - Skotvís 14. janúar 2024

2. samráðsfundur - Hestamannafélagið Stormur 19. janúar 2024

3. samráðsfundur - Ferðaþjónustun 5. febrúar 2024

4. samráðsfundur - Fiskistofa 27. febrúar 2024

5. samráðsfundur - Hafrannsóknastofnun 5. mars 2024