Úthlutun innflutningsheimilda fyrir vetnisflúorkolefni (HFC) er með tvennum hætti sem hér segir:
- 89% heimilda er úthlutað til aðila sem verið hafa á markaðnum árin á undan.
- 11% heimilda er úthlutað til aðila sem sótt hafa um heimildir skv. 2. eða 3. mgr. 10. gr. í
reglugerð nr. 1066/2019.
Dæmi 1:
Fyrirtæki A flutti inn vetnisflúorkolefni árin 2016 og 2018. Á þeim forsendum fær fyrirtækið innflutningsheimildir úr 89%-pottinum fyrir árið 2020 í samræmi við markaðshlutdeild á árunum 2016-2018. Að auki getur fyrirtækið sótt um viðbótarmagn úr 11%-pottinum skv. 3. mgr. 10. gr. í reglugerð nr. 1066/2019.
Dæmi 2:
Fyrirtæki B flutti ekki inn vetnisflúorkolefni á árabilinu 2016-2018. Fyrirtækið fær því engar heimildir úr 89%-pottinum fyrir árið 2020, en getur sótt um að fá heimildir úr 11%-pottinum skv. 2. mgr. 10. gr. í reglugerð nr. 1066/2019.