14.08.2019 15:35
Flokkun, merkingar, umbúðir, öryggisblöð og skráning á hættulegum efnablöndum framleiddum á Íslandi
Umhverfisstofnun ráðgerir á næstunni að fara í eftirlit sem beinist að efnablöndum sem innlendir framleiðendur efnavara setja á markað hér á landi. Markmiðið með eftirlitinu er að skoða hversu vel þessir aðilar fylgja ákvæðum gildandi laga og reglugerða við markaðssetningu á hættuflokkuðum efnablöndum, en jafnframt að veita leiðbeiningar og stuðla að aukinni reglufylgni hvað þetta varðar.