Móttökuaðstaða í höfnum

Hafnaryfirvöldum er skylt að koma upp viðunandi aðstöðu fyrir móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum og skal aðstaðan miðast við þarfir skipa er jafnan koma í viðkomandi höfn. Skipstjóri skips, sem er á leið til hafnar ber ábyrgð á að tilkynning um úrgang og farmleifar í skipum sé fyllt út með réttum upplýsingum og komið til viðkomandi hafnaryfirvalda:

  • Með 24 klukkustunda fyrirvara áður en komið er til hafnar ef viðkomuhöfn er þekkt; eða
  • Um leið og viðkomuhöfn er ákveðin ef 24 klukkustunda fyrirvari næst ekki; eða
  • Áður en lagt er úr fyrri höfn ef sjóferðin er skemmri en 24 klukkustundir.

Þessar tilkynningar ber að senda til hafnaryfirvalda hvort sem ætlunin er að skila úrgangi í land í viðkomandi höfn eða ekki.

Tilkynningarskyldan á ekki við um fiskiskip eða skemmtibáta sem mega ekki flytja fleiri en 12 farþega.

Athugasemdum um ófullnægjandi móttökuaðstöðu í höfnum má koma á framfæri við Umhverfisstofnun með því að fylla út þar til gert eyðublað.