Svæði með sterka innviði

Umhverfisstofnun hefur tekið saman lista yfir náttúruverndarsvæði sem eru með sterka innviði og sérstaklega vel í stakk búin til að taka á móti gestum. Á þessum svæðum hefur tekist vel að draga úr álagi á náttúru með ýmsum verndarráðstöfunum eins og stýringu umferðar og uppbyggingu innviða. 

Umhverfisstofnun vill sérstaklega vekja athygli á eftirfarandi svæðum:

Vesturland
Arnarstapi, Búðahraun, Eldborg í Hnappadal, Grábrókargígar, Hraunfossar- Barnafoss, Húsafell og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.

Vestfirðir
Dynjandi í Arnarfirði og Friðlandið Vatnsfirði.

Norðurland
Dimmuborgir, Goðafoss, Hverfjall, Skútustaðagígar og Friðland í Svarfaðardal.

Austurland
Hólmanes.

Suðurland
DverghamrarKirkjugólfSkógafossDyrhólaey og Gullfoss.

Suðvesturland / höfuðborgarsvæðið
Álafoss, Garðahraun, Hamarinn, Vífilsstaðavatn, Reykjanesfólkvangur – Seltún,  Eldborg í Bláfjöllum, Reykjadalur.

Gestastofur og sýningar Umhverfisstofnunar 

Gestastofan á Ísafirði - Hornstrandastofa – opin frá 1. júní - frá kl 8:00 - 16:00 mánudaga til laugardaga.
Gestastofan í Mývatnssveit - Mývatnsstofa - opin allt árið.
Gestastofan í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli á Malarrifi – opin allt árið.
Hálendismiðstöðin í Hrauneyjum - upplýsingaþjónusta í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð – opin 1. júní til 15. september.
Sýning um Surtarbrandsgil á Brjánslæk - opin 10. júní til 10 ágúst.
Surtseyjarstofa í Vestmannaeyjum - Eldheimar – opin allt árið.