Merkingar sem heyra undir
reglugerð nr. 300/2014 um þvotta og hreinsiefni skulu skv. 3. gr. hennar vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Reglugerðin innleiðir hér á landi reglugerð (EB) nr. 648/2004 um þvotta- og hreinsiefni sama efnis.
Ef þvotta- og hreinsiefni innihalda efni sem flokkast hættuleg samkvæmt reglugerð nr. 415/2014 um flokkun merkingu og pökkun efna og efnablanda, sem innleiðir hér á landi reglugerð (EB) nr. 1272/2008 sama efnis, skulu hættumerkingar á vörunni vera á íslensku.