Eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar er að hafa eftirlit með meðferð og markaðssetningu efna, efnablandna og hluta sem falla undir lögin með samræmdum hætti á landinu öllu, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 5. gr. efnalaga nr. 61/2013. Auk þess hefur stofnunin eftirlit með banni og takmörkunum á efnum, efnablöndum og efnum í hlutum, og með vörum sem þurfa markaðsleyfi sbr. 6. tölulið ákvæðisins. Í því skyni útbýr stofnunin eftirlitsáætlun fyrir eftirlit með efnum og efnablöndum sem gildir fyrir landið allt og gætir sérstaklega að hagkvæmni eftirliti og því að fyrirbyggja tvíverknað og skörun eftir því sem frekast er unnt, sbr. 4. tölulið sama ákvæðis.
Eftirlitsáætlun Umhverfisstofnunar er útbúin til þriggja ára í senn en eftirlitsáætlun fyrir árin 2017 til 2019 má nálgast
hér.
Umhverfisstofnun sinnir jafnframt öllum
ábendingum sem berast í tengslum við meðferð og markaðssetningu efna, efnablandna og hluta sem falla undir efnalögin og fylgir slíkum ábendingum ávallt eftir með eftirlitsferð ef ástæða er til.