Tilgangur og markmið:
Framkvæmd og helstu niðurstöður:
Notast var við gögn m.a. frá Umhverfisstofnun, Tollstjóra, Vinnueftirliti og heilbrigðiseftirlitssvæðum. Samkvæmt nýjum efnalögum féllu úr gildi tvö starfsleyfi 31. des. 2014, sem heilbrigðisnefndir gáfu út. Þetta voru „Verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni“ og „Verslun með fegrunar- og snyrtiefni“. Með niðurfellingu þessara starfsleyfa er eftirlitið fært ofar í aðfangakeðjuna, til birgja sem hafa ríkum skyldum að gegna við markaðssetningu efna og efnablandna. Upplýsingar um þær verslanir þar sem þessi starfsleyfi voru felld úr gildi bárust frá heilbrigðisnefndum og nýttust í þessu verkefni.
Niðurstöður sýndu að fjöldi birgja er um 320 talsins, þar af eru 29 framleiðendur. Þegar horft er á birgjana út frá vöruflokkum þá er skiptingin þannig:
Fjöldi birgja | |
Eiturefni | 50 |
Snyrtivörur | 53 |
Þvotta- og hreinsiefni | 18 |
Varnarefni (plöntuverndar- og sæfivörur) | 47 |
Rannsóknir og þróun | 13 |
Málning | 1 |
Annað | 128 |
Samtals | 319 |
Ofangreind gögn verða keyrð saman við upplýsingar um innflytjendur úr tollskrá. Þannig verður til gagnagrunnur sem gefur yfirsýn yfir helstu birgja efna og efnablandna á Íslandi sem mun nýtast í eftirliti Umhverfisstofnunar með efnum og efnablöndum.