Mengun frá skipum

Almennt gildir að losun mengandi efna og úrgangs frá skipum í mengunarlögsögu Íslands er óheimil. Heimilt er þó að losa efni í samræmi við ákvæði í 8. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda (sjá nánar hér). Þá skal gæta ákvæða í viðaukum við MARPOL samninginn, þ.e.  viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum frá 1973 eins og honum hefur verið breytt með bókun frá 1978 (MARPOL 73/78). Ísland hefur staðfest alla viðauka samningsins en þeir eru viðauki I um varnir gegn olíumengun frá skipum, viðauki II um flutning á eitruðum efnum í fljótandi formi sem flutt eru í geymum skipa, viðauki III um flutning á hættulegum efnum sem flutt eru í umbúðum eða lausum geymum og gámum, viðauki IV um varnir gegn skolpmengun frá skipum, viðauki V um varnir gegn sorpmengun frá skipum og viðauki VI um varnir gegn loftmengun frá skipum.