Eftirlit 2015: Tauþvottaefni á markaði, merkingar og innihaldslýsing
Tilgangur og markmið
Framkvæmd og helstu niðurstöður
Í töflum hér fyrir neðan er listi yfir verslanirnar sem farið var í og þá birgja sem voru með tauþvottaefni í úrtakinu í þeim. Við val á verslunum var lögð áhersla á að fara sem víðast um landið. Eftirlitið stóð yfir tímabilið 20. ágúst – 4. september 2015.
Verslanir |
|
Birgjar |
Kostur, Kópavogi |
|
Aðföng ehf. |
Megastore, Kópavogi |
|
Iceland ehf. |
Rekstrarvörur, Reykjavík |
|
ÍSAM ehf. |
Hagkaup í Skeifunni, Reykjavík |
|
John Lindsay hf. |
Samkaup úrval, Ólafsfirði |
|
Kostur ehf. |
Krónan, Reyðarfirði |
|
Nathan & Olsen hf. |
Nettó, Selfossi |
|
Rekstrarvörur ehf. |
Kjarval, Þorlákshöfn |
|
Samkaup hf. |
Iceland í Engihjalla, Kópavogi |
|
Sema ehf. |
Fjölval, Patreksfirði |
|
Heilsa ehf. |
Fjarðarkaup, Hafnarfirði |
|
Kaupás hf. |
Víðir í Skeifunni, Reykjavík |
|
Mjöll-Frigg hf. |
Bónus, Borgarnesi |
|
|
Af þeim 12 birgjum sem voru með tauþvottaefni í úrtakinu voru 8 með frávik, þar af einn íslenskur framleiðandi. Rúmlega 50% vara í úrtakinu reyndust vera með frávik.
Tauþvottaefni sem flutt eru inn frá Evrópu uppfylla yfirleitt kröfur gildandi reglugerða um þvotta- og hreinsiefni en hættumerkingum var ábótavant á nokkrum þeirra. Á tauþvottaefni sem flutt eru inn frá löndum utan EES vantaði hins vegar almennt allar skyldubundnar merkingar á umbúðir og fullnægjandi upplýsingar um innihaldsefni. Hjá íslenska framleiðandanum vantaði hluta af þessum upplýsingum. Algengustu frávikin eru talin upp hér á eftir og voru gerðar kröfur um úrbætur vegna þeirra:
Viðbrögð fyrirtækja við niðurstöðu eftirlitsins voru almennt jákvæð og samskipti og samvinna við Umhverfisstofnun góð og leituðu þau til stofnunarinnar til þess að fá nánari upplýsingar um kröfur sem gilda um þvotta- og hreinsiefni. Grípa þurfti til þvingunarúrræða hjá einu fyrirtæki. Öll fyrirtækin uppfylltu kröfur um úrbætur á endanum.