Umhverfistofnun - Logo

Colas, Benninghoven, færanleg malbikunarstöð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti þann 24. júní sl. Colas Ísland hf. undanþágu frá starfsleyfi vegna reksturs færanlegrar malbikunarverksmiðju vegna verkefnis fyrir ISAVIA á Egilsstaðaflugvelli. Undanþágan er veitt að því tilskildu að rekstraraðili styðjist við og fylgi í hvívetna skilyrðum í starfsleyfi Marini – malbikunarstöð með breytilega staðsetningu sem Umhverfisstofnun gaf út 10. desember 2020 og felli starfsemina undir umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt kröfum ISO 14001.2015 og að framkvæmdar verði hávaða og mengunarmælingar. 

Undanþága þessir gildir einungis fyrir verkefnið á flugvellinum á Egilsstöðum. Undanþágan gildir þar til umræddu verkefni á Egilsstöðum lýkur eða starfsleyfi hefur verið gefið út en eigi lengur en til 1. október 2021.


Undanþága ráðuneytisins. 
Starfsleyfi fyrir Marini – stöð Colas Ísland hf. 

Eftirlitsskýrslur

Mælingar og vöktun   

Eftirfylgni

Grænt bókhald