Þær skyldur sem REACH leggur á fyrirtæki eru margvíslegar. Skylda tiltekins fyrirtækis varðandi tiltekið efni veltur á því hvert hlutverk fyrirtækisins er í viðkomandi aðfangakeðju, þ.e. framleiðsla, innflutningur, notkun o.s.frv.
Hér að neðan eru útlistaðar helstu skyldur sem fylgja hverju hlutverki fyrir sig. Fyrir ítarefni varðandi skyldur fyrirtækja vísast til upplýsinga hér á vefnum um ákvæði REACH og svör við algengum spurningum. Ef einhverjum spurningum er enn ósvarað er hægt að leita til REACH þjónustuborðs Umhverfisstofnunar.
Athugið að upplýsingarnar á þessari síðu snúa aðeins að skyldum sem hljótast af ákvæðum REACH en ýmsar efnavörur heyra líka undir annað regluverk.
Í REACH eru mismunandi reglur fyrir hluti og efnavörur (efni og efnablöndur). Hlutur eru skilgreindur sem gripur sem fær í framleiðsluferlinu sérstaka lögun, áferð eða útlit sem ræður meiru um hlutverk hans en efnafræðileg samsetning hans.
Nánar má lesa um reglur um efni í hlutum í Leiðbeiningaskjali um efni í hlutum (e. Guidance on requirements for substances in articles) sem finna má á vef Efnastofnunar Evrópu hér.
Framleiðandi, í skilningi REACH, er einstaklingur eða lögaðili með staðfestu innan EES sem framleiðir efni þar. Efni er í þessu samhengi skilgreint sem frumefni og efnasambönd þeirra, náttúruleg og unnin með framleiðsluferlum.
Af þessu leiðir að mörg fyrirtæki sem teljast framleiðendur í hefðbundnum skilningi falla ekki undir skilgreiningu REACH á framleiðanda eins og nánar er útlistað hér að neðan.
Á Íslandi er framleiðsla efna tiltölulega fábrotin. Dæmi um framleiðanda er álver sem framleiðir ál úr súráli (framleiðsla frumefnis).
Framleiðendur efna þurfa að:
Til að auðvelda mat á skráningarskyldu má nota vegvísi fyrir skráningarskyldu.
Þau fyrirtæki sem framleiða efnavörur (t.d. málningu eða hreinsiefni) með því að blanda saman hráefnum sem keypt eru innan ESB/EES eru ekki framleiðendur í skilningi REACH heldur eftirnotendur (e. downstream user). Ef slíkt fyrirtæki flytur inn hráefni frá löndum utan ESB/EES er það hins vegar líka innflytjandi.
Fyrirtæki sem framleiða hluti eru almennt séð eftirnotendur í skilningi REACH en geta einnig haft fleiri skyldum að gegna sem hér segir:
Það er grundvallarmunur á skyldum fyrirtækja eftir því hvort efni sem þau flytja inn koma frá löndum innan eða utan Evrópska efnahagsvæðisins. Einungis þeir sem flytja inn efni frá löndum utan ESB/EES teljast innflytjendur í skilningi REACH. Þeir sem flytja inn efni frá öðrum löndum innan ESB/EES eru ýmist eftirnotendur eða dreifendur eftir því hvernig starfsemi þeir stunda.
Skyldur innflytjenda eru sambærilegar við þær sem hvíla á framleiðendum, þ.e. þeir þurfa að:
Fyrirtæki sem flytja inn sama efnið bæði frá löndum utan og innan ESB/EES hafa tvíþætt hlutverk. Þau þurfa þá aðeins að uppfylla skyldur innflytjenda fyrir þann hluta efnisins sem fluttur en inn frá löndum utan svæðisins.
Sumir birgjar utan ESB/EES hafa farið þá leið að skipa sinn eina fulltrúa (e. only representative) á EES svæðinu sem sér þá um að uppfylla skyldur þeirra sem innflytjenda skv. REACH. Ef fyrirtæki kaupir efni af birgi sem hefur skipað slíkan eina fulltrúa þarf það því ekki að uppfylla skyldur innflytjanda heldur eftirnotanda eða dreifanda eftir því sem við á. Fyrirtæki ættu hins vegar alltaf að fá staðfestingu frá eina fulltrúanum á að það magn sem þau flytja inn falli undir skráningu í hans umsjón.
Eftirnotandi (e. downstream user) er einstaklingur eða lögaðili innan ESB/EES, annar en framleiðandi eða innflytjandi, sem notar efni við iðnaðarstarfsemi/faglega starfsemi. Dreifendur og neytendur eru ekki eftirnotendur.
Dæmi um hlutverk sem tilheyra hópi eftirnotenda:
Skyldur eftirnotenda eru breytilegar eftir því hvaða hlutverki þeir gegna og hvers kyns efnavörur er um að ræða.
Framleiðendur efnablandna þurfa að gæta þess að þeir kunna að hafa skyldum að gegna umfram það sem útlistað er hér að framan, t.a.m. ef efnablandan er hreinsiefni eða sæfivara.
Dreifandi er einstaklingur eða lögaðili í ESB/EES sem einungis geymir og setur á markað á vegum þriðja aðila. Smásalar teljast til dreifenda. Dreifendur þurfa að:
Dreifendur geta átt von á spurningum varðandi REACH frá viðskiptavinum sínum, einkum varðandi öryggisblöð og varúðarráðstafanir. Því er mikilvægt að þeir undirbúi sig sem best og geti svarað grundvallarspurningum.
Birgir getur verið framleiðandi, innflytjandi, eftirnotandi eða dreifandi sem setur vöru á markað. Hversu ítarlegar skyldur liggja á herðum birgja velta því á hlutverki hans í aðfangakeðjunni sbr. nánari útlistun á hlutverkum hér að framan.