Veiðisvæði

Veiðisvæði - hreindýr

Mörk og númer veiðisvæða eru eftirfarandi eftir sveitarfélögum

 

Svæði 1. Vopnafjarðarhreppur, Langanesbyggð, hluti Norðurþings sem áður var gamli Fjallahreppur, og hluti Múlaþings þ.e. Jökuldalur norðan Jökulsár á Dal og Jökulsárhlíð.


Svæði 2. Fljótsdalshreppur og hluti Múlaþings, þ.e. Jökuldalur austan Jökulsár á Brú, Hróarstunga, Fell, Vellir vestan Grímsár og Skriðdalur vestan Grímsár, Geitdalsár, Hrútár og línu úr Hrútárpollum í Hornbrynju.

 

Svæði 3. Sá hluti Múlaþings sem áður var Borgarfjarðarhreppur, Hjaltastaðaþinghá og Eiðaþinghá.

 

Svæði 4. Sá hluti Múlaþings sem áður var Seyðisfjörður og Vellir austan Grímsár, og Fjarðabyggð að hluta, þ.e. Mjóifjörður.

 

Svæði 5.  Fjarðabyggð að hluta, þ.e. Eskifjörður, Norðfjörður og  Reyðarfjörður og út að sunnan, að landamerkjum Kolfreyjustaðar.

 

Svæði 6. Sá hluti Fjarðabyggðar sem áður var Breiðdalshreppur, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður,  sá hluti Fljótsdalshrepps sem liggur austan Jökulsár í Fljótsdal og hluti Múlaþings þ.e Skriðdalur austan Grímsár, Geitdalsár, Hrútár og línu úr Hrútárpollum í Hornbrynju

 

Svæði 7. Sá hluti Múlaþings sem áður var Djúpavogshreppur.

 

Svæði 8. Sá hluti Hornafjarðar sem áður var Bæjarhreppur og Nesjahreppur (Lón og Nes).

 

Svæði 9. Sá hluti Hornafjarðar, sem áður var Mýrahreppur og Borgarhafnarhreppur (Mýrar og Suðursveit).