Hnatthlýnunarmáttur HFC-efna

 

Hnatthlýnunarmáttur er geta gróðurhúsalofttegundar til að valda loftslagshlýnun samanborið við mátt koldíoxíðs. Hnatthlýnunarmáttur efnis er reiknaður sem hlýnunarmáttur tiltekins massa af viðkomandi efni í 100 ár sem hlutfall af hlýnunarmætti sama massa af koldíoxíði á sama tíma.

Upplýsingar um hnatthlýnunarmátt stakra efnasambanda sem tilheyra hópi F-gasa er að finna í I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 517/2014. Í töflu 1 má sjá hnatthlýnunarmátt þeirra F-gasa sem tilheyra hópi vetnisflúorkolefna (e. hydrofluorocarbons, HFCs). Í töflu 2 má svo sjá upplýsingar um hnatthlýnunarmátt nokkurra efnablandna sem innihalda vetnisflúorkolefni og teljast því til vetnisflúorkolefna skv. skilgreiningu í 3. tl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1066/2019.

Frekari upplýsingar um hnatthlýnunarmátt ýmissa efna má finna í reiknivél Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Reiknivélin er jafnframt til í viðeigandi veitum sem smáforrit bæði fyrir iOS og Android stýrikerfi.

 

Tafla 1: Taflan sýnir hnatthlýnunarmátt vetnisflúorkolefna sem eru á meðal þeirra efna sem talin eru upp í I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 517/2014 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.
Iðnaðarheiti GWP
R-125 3500
R-134 1100
R-134a 1430
R-143 353
R-143a 4470
R-152 53
R-152a 124
R-227ea 3220
R-23 14800
R-236cb 1340
R-236ea 1370
R-236fa 9810
R-245ca 693
R-245fa 1030
R-32 675
R-365mfc 794
R-41 92
R-43-10mee 1640


Tafla 2: Taflan sýnir efna­samsetningu nokkurra blanda úr hópi F-gasa og hnatt­hlýnunar­mátt þeirra.
Iðnaðarheiti Efnasamsetning GWP
R-404A R-125 / R-134a / R-143a
(44.0% / 4.0% / 52.0%)
3922
R-407C R-125 / R-134a / R-32
(25.0% / 52.0% / 23.0%)
1774
R-407F R-125 / R-134a / R-32
(30.0% / 40.0% / 30.0%)
1825
R-410A R-125 / R-32
(50.0% / 50.0%)
2088
R-422A R-600a / R-125 / R-134a
(3.4% / 85.1% / 11.5%)
3143
R-422D R-600a / R-125 / R-134a
(3.4% / 65.1% / 31.5%)
2729
R-428A R-290 / R-600a / R-125 / R-143a
(0.6% / 1.9% / 77.5% / 20.0%)
3607
R-434A R-600a / R-125 / R-134a / R-143a
(2.8% / 63.2% / 16.0% / 18.0%)
3245
R-437A R-600 / R-601 / R-125 / R-134a
(1.4% / 0.6% / 19.5% / 78.5%)
1805
R-438A R-600 / R-601a / R-125 / R-134a / R-32
(1.7% / 0.6% / 45.0% / 44.2% / 8.5%)
2265
R-448A R-1234yf / R-1234ze(E) / R-125 / R-134a / R-32
(20.0% / 7.0% / 26.0% / 21.0% / 26.0%)
1387
R-449A R-1234yf / R-125 / R-134a / R-32
(25.3% / 24.7% / 25.7% / 24.3%)
1397
R-452A R-1234yf / R-125 / R-32
(30.0% / 59.0% / 11.0%)
2140
R-507A R-125 / R-143a
(50.0% / 50.0%)
3985
R-508B R-23 / R-116
(46.0% / 54.0%)
13396