Umhverfistofnun - Logo

Grænir áfangastaðir

Allir áfangastaðir sem koma vel út úr ástandsmati með 8 eða hærra í einkunn teljast vera grænir áfangastaðir. Óneitanlega er misjafnt milli þessara staða hversu fjölsóttir þeir eru og hafa ber í huga að sumir þeirra koma vel út vegna fæðar ferðamanna. Ekki er líklegt að ágætiseinkunn héldi sér ef gestakomum myndi fjölga án frekari innviðauppbyggingar.

Vert er þó að tilgreina að hér er jafnframt að finna áfangastaði sem hafa verið byggðir upp til að taka við miklum fjölda gesta. Má þar nefna áfangastaði innan þjóðgarðsins Snæfellsjökull og Dynjanda.

Grænir áfangastaðir:

Arnarstapi
Innan Bláfjallafólkvangs: Þríhnúkagígar
Búðahraun
Dimmuborgir
Dynjandi
Dverghamrar
Eldborg í Hnappadal
Garðahraun
Grábrók
Innan Hornstranda; Horn, Látrar og Veiðileysufj.
Hraun í Öxnadal
Hraunfossar-Barnafossar
Hverfjall
Húsafell
Ingólfshöfði
Kattarauga
Kirkjugólf
Krossanesborgir
Seljahjallagil
Skútustaðir
Ströndin á milli Stapa og Hellna
Surtarbrandsgil
Innan Vatnsfjarðar; Hörgsnes og Vatnsdalur
Innan Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls; Djúpalón, Lóndrangar, Malarrif, Saxhóll, Skarðsvík, Skálasnagi, Svalþúfa og Öndverðarnes

Hér má finna áfangastaði sem fyrir nokkrum árum voru í hættu, en hafa nú með auknu fjármagni, innviðauppbyggingu og betri stýringu náð sér þannig að þróuninni hefur verið snúið við. Hér má nefna Surtarbrandsgil sem var á appelsínugulum lista til ársins 2016, Dynjanda, sem var einnig á appelsínugulum lista bæði 2014 og 2016 en hefur nú fengið þá innviðauppbyggingu sem þarf til að nátttúruvættið og umhverfi þess geti sómasamlega boðið alla gesti sína velkomna.