Upplýsingatæknistefna

Photo by Adi Goldstein on Unsplash

Stefna Umhverfisstofnunar í upplýsingatæknimálum er að stofnunin hafi yfir búnaði og þekkingu að ráða til að geta veitt viðskiptavinum góða þjónustu. Lögð er rík áhersla á að tryggja öryggi upplýsinga, jafnt áreiðanleika gagna sem aðgengi. Stefnt er að einsleitu umhverfi til að minnka kostnað, auka skilvirkni og einfalda rekstur kerfa. Markvisst er unnið að uppbyggingu og þróun gagnagrunna. Skjalavistunarkerfi Umhverfisstofnunar stenst kröfur Þjóðskjalasafns Íslands um skjalavistun. Unnið er með öðrum stofnunum í upplýsingatæknimálum þegar það á við.

Stefnan staðfest af yfirstjórn 4. september 2023.