Umhverfistofnun - Logo

Miðlun

Til að ná auknu söfnunarhlutfalli á raf- og rafeindatækjaúrgangi þá er mikilvægt að öllum notendum (fyrirtækjum og einstaklingum) sé kunnugt um hvernig þeim beri að flokka og skila vörunum eftir notkun. Söfnunarhlutfall raf- og rafeindatækja hefur aukist milli ára en mikilvægt er að gera enn betur (sjá greiningu). Innihaldsefni í þessum vörum geta verið skaðleg heilsu og umhverfi og því mikilvægt að fá þessa úrgangsflokka til endurvinnslu og endurnýtingar. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að efni úr þeim mengi umhverfið okkar og um leið minnkum við sóun á hráefnum eins og nikkel, blý, kópar, járn, ál, plast og lithium og fleiri efnum.

Innflytjendur og framleiðendur raf- og rafeindatækja ber skylda að upplýsa viðskiptavini sína um söfnun og förgun úr sér genginna vara, hvar hægt er að skila þeim og að það sé neytendum að kostnaðarlausu. Margir framleiðendur eru þegar farnir að setja slíkar upplýsingar í bæklinga með vörum en þar sem slíkt er ekki fyrir hendi þarf að bæta úr. Framleiðendur og innflytjendur geta gert það með því að setja upp almennar upplýsingar til viðskiptavina sinna t.d. með auglýsingu við afgreiðslukassa, á vörurnar sjálfar, við hillur þar sem vörurnar eru, á vefsíðu, kassastrimil eða með öðrum hætti en þó þannig að upplýsingarnar verði sýnilegar viðskiptavinum.

Það er undir aðilum á markaði komið hvernig þeir kjósa að setja þessar upplýsingar fram en Umhverfisstofnun gefur fyrirtækjum hér nokkur dæmi um texta sem þau geta nýtt sér.

„Flokkum og skilum án endurgjalds raf- og rafeindatækjum til endurvinnslu og drögum þannig úr ofnýtingu auðlinda. Mörg raftæki innihalda hættuleg spilliefni sem meðhöndla þarf með viðeigandi hætti auk fágætra málma sem nýst geta aftur.“

"Rafhlöður og rafgeymar geta innihaldið efni s.s. blý, kadmíum og kvikasilfur sem geta verið skaðleg heilsu okkar og umhverfi. Skilum alltaf vörunum eftir notkun til okkar (ef innflytjandi/framleiðandi er sölu- og dreifingaraðili líka),  móttökustöðva sveitarfélaga eða til spilliefnamóttöku - neytendum að kostnaðarlausu"

"Setjum ekki hættuleg mengandi efni út í náttúruna - Flokkum og skilum rafhlöðum og rafgeymum – neytendum að kostnaðarlausu" 

"Rafhlöður og rafgeymar eru spilliefni og mega ekki fara í almennt sorp. Hjálpumst öll að við að flokka og skila. Þú mátt skila vörunum til okkar, móttökustöðva sveitarfélaga eða spilliefnamóttöku og það kostar þig ekki neitt."

"Þú mátt skila rafhlöðum og rafgeymum hér"