Kvikasilfur

Kvikasilfur (e. mercury) er eitt af frumefnunum og finnst í hinum ýmsu efnasamböndum. Það er ólíkt öðrum málmum á ýmsan hátt og er til að mynda á fljótandi formi við stofuhita sem gerir það álitlegum kosti til að nota í hitamæla. Blanda kvikasilfurs og annars málms kallast amalgam og er slík blanda kvikasilfurs og silfurs notað í tannlækningum. Í sparperum og flúrljósum breytir kvikasilfrið raforku í ljósorku.

Af hverju eru það hættulegt?

Kvikasilfur getur safnast fyrir og magnast upp í dýrum og mönnum og valdið skaða á taugakerfi og nýrum. Hár styrkur í blóði barnshafandi konu getur valdið fósturskaða.

Í hvað er efnið notað?

  • Flúrperur
  • Sparperur
  • Smárafhlöður

Strangar reglur gilda um kvikasilfur í neytendavörum og er leyfilegur hámarksstyrkur þess 0,0001%. Önnur hámarksgildi eiga þó við um raftæki, umbúðir, rafhlöður og bílhluti.