Sæfivörur skiptast í 4 aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Hver aðalflokkur inniheldur mismunandi vöruflokka og eru vöruflokkarnir 22 samtals.
Aðalflokkur 1 inniheldur fimm vöruflokka fyrir sótthreinsiefni en þeir ná ekki yfir hreinlætisvörur sem er ekki ætlað að hafa sæfandi áhrif, þ.m.t. þvottalög, þvottaefni og svipaðar vörur.
Vörur í þessum flokki eru sæfivörur sem eru notaðar til hreinlætis fyrir fólk og eru bornar á eða komast í snertingu við mannshúð eða hársvörð í þeim megintilgangi að sótthreinsa húðina eða hársvörðinn.
Vörur sem eru notaðar til að sótthreinsa yfirborð, efni, áhöld og húsgögn sem ekki komast í beina snertingu við matvæli eða fóður.
Þetta á m.a. við um sundlaugar, fiskabúr, baðvatn og annað vatn, loftræstikerfi sem og veggi og gólf á einkasvæðum, opinberum svæðum og iðnaðarsvæðum og á öðrum svæðum fyrir atvinnustarfsemi.
Vörur sem eru notaðar til að sótthreinsa andrúmsloft, vatn sem er ekki notað sem drykkjarvatn fyrir menn eða dýr, ferðasalerni, skólp, úrgang frá sjúkrahúsum og jarðveg.
Vörur sem eru notaðar sem þörungaeyðar til meðferðar á sundlaugum, fiskabúrum og öðru vatni og til endurbóta á byggingarefnum.
Vörur sem eru felldar inn í textílefni, vefi, grímur, málningu og aðrar vörur í þeim tilgangi að framleiða meðhöndlaðar vörur með sótthreinsandi eiginleika.
Vörur sem eru notaðar til hreinlætis fyrir dýr, s.s. sótthreinsiefni, sótthreinsandi sápur og hreinlætisvörur fyrir munn eða líkama eða með örverueyðandi verkun.
Vörur sem eru notaðar til að sótthreinsa efni og yfirborð sem tengjast húsnæði fyrir dýr eða flutningum á þeim.
Vörur sem eru notaðar við sótthreinsun búnaðar, íláta, áhalda vegna neyslu matvæla og fóðurgjafar, yfirborðsflata eða pípulagna sem tengjast framleiðslu, flutningi, geymslu eða neyslu matvæla eða fóðurs (þ.m.t. drykkjarvatns) fyrir menn og dýr.
Vörur sem eru notaðar til gegndreypingar efna sem gætu komist í snertingu við matvæli.
Vörur sem eru notaðar til að sótthreinsa drykkjarvatn fyrir bæði menn og dýr.
Aðalflokkur 2 inniheldur átta vöruflokka fyrir rotvarnarefni. Ef annað er ekki tekið fram ná þessir vöruflokkar einungis yfir vörur til að hindra örveru- og þörungavöxt.
Vörur sem eru notaðar til að rotverja iðnaðarvörur, aðrar en matvæli, fóður, snyrtivörur eða lyf eða lækningatæki, með því að verja þær fyrir skemmdum af völdum örvera og tryggja geymsluþol þeirra.
Vörur sem eru notaðar sem rotvarnarefni vegna geymslu eða notkunar á agni með nagdýraeitri eða skordýraeitri eða á öðru agni.
Vörur sem eru notaðar til að rotverja filmur eða yfirborðsmeðferðarefni með því að verja gegn skemmdum af völdum örvera eða þörunga í því skyni að vernda upphaflega eiginleika yfirborðs efna eða hluta, s.s. málningar, plastefna, þéttiefna, límefna fyrir veggi, bindiefna, veggfóðurs og listaverka.
Vörur sem eru notaðar til að verja timbur þegar það kemur frá sögunarmyllu, svo og á vinnslustiginu í myllunni, eða timburafurðir, með því að verja fyrir lífverum sem eyðileggja timbrið eða spilla útliti þess.
Þessi vöruflokkur nær bæði yfir vörur til forvarnar og vörur til lagfæringar.
Vörur sem eru notaðar til að verja trefja- eða fjölliðuefni, s.s. leður, gúmmí eða pappír eða textílvörur, með því að verja það skemmdum af völdum örvera.
Í þessum vöruflokki eru sæfivörur sem eru andverkandi á vöxt örvera á yfirborði efna og hamla þannig eða koma í veg fyrir lyktarmyndun og/eða hafa í för með sér á annan ávinning.
Vörur sem eru notaðar til að verja múrverk, samsett efni eða önnur byggingarefni, nema timbur, með því að verja þau fyrir ágangi örvera og þörunga.
Vörur sem eru notaðar til að verja vatn eða annan vökva, sem notaður er í kæli- og vinnslukerfum, með því að verja fyrir skaðlegum lífverum, s.s. örverum, þörungum og kræklingum.
Vörur, sem eru notaðar til að sótthreinsa drykkjarvatn eða vatn í sundlaugum, falla ekki undir þennan vöruflokk.
Vörur sem eru notaðar til að koma í veg fyrir eða verja fyrir slímmyndun á efnum, búnaði og mannvirkjum sem eru notuð við iðnaðarvinnslu, t.d. á timbri og pappírsmauki og gropnum sandlögum við olíuvinnslu.
Vörur sem eru notaðar til að verja vökva, sem eru notaðir við vinnslu eða skurð á málmi, gleri eða öðrum efnum, gegn skemmdum af völdum örvera.
Aðalflokkur 3 inniheldur sjö vöruflokka fyrir vörur sem ætlaðar eru til varna gegn meindýrum.
Vörur sem eru notaðar til að verjast músum, rottum eða öðrum nagdýrum með öðrum aðferðum en fælingu eða aðlöðun.
Vörur sem eru notaðar til að verjast fuglum með öðrum aðferðum en fælingu eða aðlöðun.
Vörur sem eru notaðar til að verjast lindýrum, ormum og hryggleysingjum, sem falla ekki undir aðra vöruflokka, með öðrum aðferðum en fælingu eða aðlöðun.
Vörur sem eru notaðar til að verjast fiskum með öðrum aðferðum en fælingu eða aðlöðun.
Vörur sem eru notaðar til að verjast liðdýrum (t.d. skordýrum, áttfætlum og krabbadýrum) með öðrum aðferðum en fælingu eða aðlöðun.
Vörur sem eru notaðar til að verjast skaðlegum lífverum (hryggleysingjum á borð við flær og hryggdýrum á borð við fugla, fiska og nagdýr) með því að fæla þær frá eða laða þær að, þ.m.t. vörur sem eru notaðar til hreinlætis fyrir menn eða dýr, ýmist beint á húðina eða óbeint í umhverfi manna og dýra.
Vörur sem eru notaðar til að verjast hryggdýrum, öðrum en þeim sem þegar falla undir aðra vöruflokka í þessum aðalflokki, með öðrum aðferðum en fælingu eða aðlöðun.
Aðalflokkur 4 inniheldur tvo vöruflokka fyrir aðrar sæfivörur en þær sem eru í aðalflokkum 1-3.
Vörur sem eru notaðar til að verjast vexti lífvera (örvera og æðri plöntu- eða dýrategunda) á skipum, fiskeldisbúnaði eða öðrum byggingum sem notaðar eru í vatni.
Vörur sem eru notaðar til að sótthreinsa og rotverja líkama eða líkamshluta manna eða dýra.