Hlutverk Umhverfisstofnunar

Hlutverk Umhverfisstofnunar skv. efnalögum eru meðal annars:

  1. Stjórnsýsla 
    1. Vinna við innleiðingu EES-löggjafar um efni, efnablöndur og hluti sem innihalda efni, svo sem að greina gerðir um efnamál áður en þær eru innleiddar hér á landi, skrifa drög að reglugerðum og kynna ákvæði þeirra fyrir haghöfum.  
    2. Gagnaskil til ESB og alþjóðlegra stofnana um framkvæmd reglugerða og alþjóðlegra samninga.

  2. Gerð eftirlitsáætlunar og framkvæmd eftirlits. 
    1. Eftirlit með efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni
    2. Taka við ábendingum um ólöglega vöru og bregðast við
      Hér má nálgast: Þriggja ára eftirlitsáætlun og áherslur í efnamálum 2021-2023

  3. Útgáfa leyfa. 
    1. Markaðsleyfi fyrir plöntuverndar- og sæfivörum
    2. Notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum
    3. Staðfesting markaðsleyfa Efnastofnunar Evrópu

  4. Upplýsingagjöf: 
    1. Til annarra stjórnvalda um hlutverk þeirra skv. efnalögum
    2. Til iðnaðarins í gegnum þjónustuborð um efnamál (Helpdesk), kynningarfundi og kynningu í fyrirtækjum

       Kynningarfundurinn „Tækifæri í ráðgjöf um efnamál“
       Smelltu á tenglana hér á eftir til að skoða glærurnar eða nálgast upptöku af fundinum 

    3. Til almennings
    4. Kennsla á námskeiðum sem tengjast lögum og reglum um efnavörur

  5. Þátttaka í norrænu og evrópsku samstarfi.
        a. Norrænt samstarf
        b. Efnastofnun Evrópu