Alþjóðlegt samstarf

Allt frá Ríóráðstefnunni árið 1992 hefur stefna íslenskra stjórnvalda varðandi þátttöku á sviði alþjóðlegra umhverfismála verið skýr. Hins vegar er erfitt fyrir litla þjóð eins og Íslendinga að taka þátt í öllu því starfi sem unnið er á sviði umhverfismála. Þetta leiðir óhjákvæmlega til forgangsröðunar á verkefnum sem byggir á sérþekkingu þjóðarinnar og hagsmunum hennar.

  • Verndun hafsins gegn mengun 
  • Sjálfbær nýting auðlinda hafsins 
  • Notkun endurnýjanlegra orkugjafa 

Íslensk stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að losun lífrænna þrávirkra efna og losun geislavirkra efna út í umhverfið verði stöðvuð.