Rjúpnaveiði

Svæði þar sem óheimilt er að veiða rjúpu.

Íslenskum ríkisborgurum svo og þeim sem hafa lögheimili hér á landi eru veiðar heimilar samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum í þjóðlendum, í efnahagslögsögunni og í landhelginni utan netlaga eignarlanda. Á eignarlöndum eru veiðar háðar leyfi landeiganda.

Leyfi til hreindýraveiða veitir þó öllum rétt til að stunda slíkar veiðar á hefðbundnum veiðisvæðum hreindýra hvort sem er á þjóðlendum eða innan eignarlanda hafi landeigandi eignarlands ekki bannað hreindýraveiðar innan þess.

Allir sem stunda veiðar skulu hafa til þess gilt veiðikort ásamt veiðileyfi ef það er áskilið til veiðanna samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eða reglum settum samkvæmt þeim.