Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn að verndun náttúru og umhverfis.
Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Við höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.
Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.
Stafræn þróun er áhersluverkefni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum.
Landverðir eru stór hluti starfsmannahópsins og starfa á friðlýstum svæðum, náttúruverndarsvæðum í okkar umsjón. Landverðir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.
Við leggjum áherslu á öflugt nýliðamóttökuferli sem undirbýr fólkið okkar vel undir verkefni sín.
Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður og við vinnum auk þess eftir vottuðu gæðakerfi og umhverfisstjórnunarstaðlinum.
Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvumum landið og auglýsir hartnær öll störf sín með vali um staðsetningu.
Hvar má bjóða þér að vinna? Valið er þitt!
20.01.2023 til 01.02.2023
Umhverfisstofnun leitar að öflugum einstaklingi til að sinna landvörslu á friðlýstu svæðunum Gullfossi og Geysi. Um er að ræða tímabundið starf út árið 2023. Verkefnin á svæðunum eru fjölbreytt og krefjandi enda fjölfarin árið um kring. Starfsaðstaðan er við Geysi.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum. Eitt af okkar stærstu verkefnum í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi. Landvörðurinn mun vinna í teymi á sviði náttúruverndar þar sem áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
Valdimar Kristjánsson - valdimar.kristjansson@umhverfisstofnun.is - 591 2000
Inga Dóra Hrólfsdóttir - inga.dora.hrolfsdottir@umhverfisstofnun.is - 591 2000
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Báran, stéttarfélag hafa gert.
Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu og höfum tækifæri til að þróast í starfi, m.a. með virkri endurmenntun.
Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á 9 starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, sjá graenskref.is. Vinnuvikan okkar er 36 stundir til reynslu.
Við leggjum áherslu á stafræna þróun og tekið er fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is. Næsti yfirmaður er Valdimar Kristjánsson svæðissérfræðingur.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.02.2023
Sækja um20.01.2023 til 01.02.2023
Umhverfisstofnun leitar að öflugum einstaklingi til að hafa umsjón með friðlýstum svæðum í Mývatnssveit og náttúruvættinu Goðafossi og leiða starf landvarða. Starfsaðstaðan er á Gíg í Mývatnssveit.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum. Eitt af okkar stærstu verkefnum í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi.
Verndarsvæðin við Mývatn og Goðafoss heyra undir Umhverfisstofnun og mun yfirlandvörður vinna í teymi á sviði náttúruverndar þar sem áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu og víðtæka samvinnu innri og ytri aðila. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf þar sem tækifæri verður til þátttöku í uppbyggingu starfseminnar á Norðurlandi eystra. Við leitum að jákvæðum einstakling með hæfni og áhuga á að skipuleggja og leiða störf landvarða.
Dagbjört Jónsdóttir - dagbjort.jonsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000
Inga Dóra Hrólfsdóttir - inga.dora.hrolfsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Framsýn- stéttarfélag hafa gert.
Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu og höfum tækifæri til að þróast í starfi, m.a. með virkri endurmenntun. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á 9 starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, sjá graenskref.is. Vinnuvikan okkar er 36 stundir til reynslu. Við leggjum áherslu á stafræna þróun og tekið er fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.02.2023
Sækja um