Umhverfistofnun - Logo

95 listinn

Frá og með 1. september 2015 má ekki markaðssetja sæfivöru á Evrópska efnahagssvæðinu ef framleiðandi eða innflytjandi virka efnisins í vörunni er ekki á sérstökum lista frá Efnastofnun Evrópu yfir viðurkennda birgja virkra efna. Þessi listi er einnig þekktur sem 95 listinn. 

Framkvæmd áhættumats virkra efna er kostnaðarsöm og er tilgangur 95 listans að deila kostnaði. Því þurfa framleiðendur og innflytjendur virkra efna, sem ekki taka þátt í endurskoðunaráætluninni en vilja samt sem áður markaðsetja þessi virku efni að taka þátt í kostnaðinum. 

Hverjir fara sjálfkrafa á listann?

 

  • Allir þátttakendur í endurskoðunaráætluninni 
  • Þeir sem styðja (e. supporters) nýtt virkt efni 
  • Þeir sem skila inn gögnum sem þriðji aðili 

Hverjir þurfa að sækja um að komast á listann? 

 

  • Aðrir framleiðendur virkra efna en þeir sem tóku þátt í endurskoðunaráætluninni 
  • Aðrir framleiðendur nýrra virkra efna eftir að þau hafa verið samþykkt. 
  • Framleiðendur sæfivara sem innihalda eða búa til virk efni, ef að birgir/framleiðandi virka efnisins í vörunni er ekki á listanum. 

Hvað með vörur annars staðar frá en Evrópu? 

Aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins geta ekki verið á listanum sem birgjar virka efnisins (e. substance supplier) eða birgjar vöru (e. product supplier) en geta verið með ef þeir tilnefna fulltrúa innan svæðisins. 

Vertu tilbúinn! 

Vertu í sambandi við þinn birgja til að finna út hvort og hvar í aðfangakeðjunni virka efnið í vörunni þinni er tengt listanum.