Austurland

Þjóðgarðar

  • Vatnajökulsþjóðgarður, Hofshreppi, A-Skaftafellssýslu. Stofnaður þjóðgarður 1967. Reglugerð sett um þjóðgarðinn 1968 og endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 319/1984. Stærð 160.000 ha. Breytt með lögum 60/2007 og reglugerð nr. 608/2008.

Friðlönd

  • Ingólfshöfði, Hofshreppi, A-Skaftafellssýslu. Lýstur friðland 1974. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 388/1978. Stærð 120,2 ha.
  • Kringilsárrani, N-Múlasýslu. Lýstur friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 524/1975, breytt 2003. Stærð 6.372,3 ha.
  • Lónsöræfi, Bæjarhreppi, A-Skaftafellssýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 31/1977. Stærð 34.528,1 ha.
  • Salthöfði og Salthöfðamýrar, Hofshreppi, A-Skaftafellssýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 249/1977. Stærð 230,7 ha.
  • Skrúður, Fáskrúðsfjarðarhreppi, S-Múlasýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 513/1995. Stærð 196,6 ha.

Náttúruvætti

  • Blábjörg á Berufjarðarströnd í Djúpavogshreppi. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í stjórnartíðindum B, nr. 250/2012. Svæðið er 1. 49 hektarar að stærð.
  • Díma í Lóni, Bæjarhreppi, A-Skaftafellssýslu. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 523/1975. Stærð 6,4 ha.
  • Geislasteinar í landi Teigarhorns, Djúpavogshreppi, Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 417/2013. Heildarflatarmál svæðisins er 200 ha. Djúpavogshrepur er með umsjón svæðisins samkv. samningi
  • Háalda, Hofshreppi, A-Skaftafellssýslu. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 519/1975. Stærð 4,9 ha.
  • Helgustaðanáma, Eskifirði. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 525/1975. Stærð 0,9 ha.

Fólkvangar

  • Álfaborg, Borgarfjarðarhreppi, N-Múlasýslu. Stofnaður fólkvangur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 71/1976. Stærð 8,9 ha.
  • Fólkvangur Neskaupstaðar, Neskaupstað. Friðlýstur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 333/1972. Stærð 318,4 ha.
  • Hólmanes, Eskifirði, Reyðarfjarðarhreppi, S-Múlasýslu. Friðlýst sem fólkvangur og að hluta friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 393/1973. Stærð 318 ha.
  • Ósland, Hornafjarðarbæ (áður Höfn.), A-Skaftafellssýslu. Friðlýst sem fólkvangur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 427/1982. Stærð 16,9 ha. Breyting, augl. í stj.tíð. B, nr. 264/2011
  • Teigarhorn, Djúpavogshreppi, Friðlýst sem fólkvangur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 416/2013. Stærð svæðisins er 2010 ha. Djúpavogshrepur er með umsjón svæðisins samkv. samningi

 Búsvæði

  • Tjarnarklukka (Agabus uliginosus) á Hálsum, Djúpavogshreppi. Friðlýst sem búsvæði með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 266/2011. Heildarflatarmál svæðisins er 146 ha. Djúpavogshrepur er með umsjón svæðisins samkv. samningi

Aðrar náttúruminjar

601. Gunnólfsvík og Gunnólfsvíkurfjall, Skeggjastaðahreppi, N-Múlasýslu. (1) Jörðin Gunnólfsvík. (2) Mjög athyglisvert gróðurfar.

602. Fuglabjarganes, Vopnafjarðarhreppi, N-Múlasýslu. (1) Strandlengja og fjörur við Fuglabjarganes í Vopnafirði, frá Litluá Hámundarstöðum. (2) Fögur og fjölbreytt strönd, mikið fuglalíf.

603. Nýpslón og Skógalón, Vopnafjarðarhreppi, N-Múlasýslu. (1) Fjörur og grunnsævi í Nýpslóni og Skógalóni inn af Nýpsfirði. (2) Grunn, sölt lón. Mikið dýralíf við sérstæð skilyrði, einkum í Skógalóni.

604. Fagradalsfjöll og Kollumúli, Vopnafjarðarhreppi, Hlíðarhreppi, N-Múlasýslu. (1) Skaginn milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa utan við Búr, Hellisheiði og Hellisá, ásamt Bjarnarey. (2) Fagurt fjalllendi með dalverpum og litríkri strönd. Athyglisverður gróður.

605. Votlendi og sandar í Hjaltastaðaþinghá og Hjaltastaðaásar, Hjaltastaðahreppi, N-Múlasýslu. (1) Votlendissvæði og sandar milli Lagarfljóts og Selfljóts, frá Héraðsflóa suður undir Ánastaði, auk Sandbrekkuness. Að vestan liggja mörkin um Selfljót á móts við Ártún, niður með ánni og því næst um Bóndastaði, Torftjörn og austan ræktaðs lands við Hrollaugsstaði, Ásgrímsstaði, Móberg og Sand og þaðan í Lagarfljót. Að austan liggja mörkin með Vallará norður að Sandbrekkunesi og þaðan að Selfljóti og með því til ósa. (2) Víðáttumiklir flóar með kílum og tjörnum, sem eru mikið til óframræstir. Sendin gulstararengi. Svæðið er mikilvægt vegna gróðurfars og fuglalífs.

606. Stórurð og Hrafnabjörg, Hjaltastaðahreppi, N-Múlasýslu. (1) Eyðibýlið Hrafnabjörg ásamt Stórurð og Dyrum í Dyrfjöllum. (2) Stórbrotið framhlaup. Fjölbreytt og sérstætt landslag.

607. Loðmundarfjörður, Víkur, Vestdalur og Vestdalseyri, Borgarfjarðarhreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, N-Múlasýslu. (1) Svæði frá Hrafnabjargi norðan Brúnavíkur að Fjallshnaus sunnan Loðmundarfjarðar, þá ráða hreppamörk á Brimnesfjalli að Grýtukolli suður með Grýtuá. Vestdalur, Hrútahjalli, norðureggjar Bjólfs og þaðan sýslumörk norður að Hvannastóðseggjum. Vatnaskil ráða mörkum frá Hvannastóðseggjum að Hrafnabjargi. (2) Víðlent og fjölbreytt svæði með litríkum bergmyndunum svo sem líparíti. Fjölskrúðugur og sérstæður gróður og grösug dalverpi norðan undir Bjólfi og eyrar með minjum um byggð.

608. Austdalur, Seyðisfjarðarkaupstað. (1) Vatnasvið Austdalsár, í landi eyðibýlisins Austdals. (2) Grösugt dalverpi kringt háum fjöllum.

609. Kirkjubólsteigur, Hólar og Tandrastaðir, Neskaupstað (áður Norðfjarðarhr.). (1) Svæðið norðan Norðfjarðarár, frá Ytri-Máríánslæk (Maríulæk) inn að Fannardalsá og til fjallseggja. (2) Kjarri vaxnar hlíðar og mikið framhlaup, þ.e. Hólahólar, með lífríkum smátjörnum. Gott land til útivistar.

610. Fjarðardalur, Mjóafjarðarhreppi, S-Múlasýslu. (1) Dalurinn inn af Fjarðarbýlum í botni Mjóafjarðar norður að vatnaskilum á Mjóafjarðarheiði og Eggjum. (2) Gróðursæll dalbotn með fjölgresi, birkikjarr í norðurhlíðum. Hrikaleg blágrýtisfjöll á báðar hliðar. Fagrir fossar, t.d. Klifbrekkufossar í Fjarðará.

611. Austanverður Eyvindarárdalur og Eyvindarárgil, Egilsstaðabæ, S-Múlasýslu. (1) Eyvindarárgil ofan Uppsalaáróss að austan og vestan. Miðhúsa- og Dalhúsaskógur, ásamt Kálfshóli og Þuríðarstöðum, inn að Slenju, upp að fjallsbrún. Að vestan austasti hluti Egilsstaðaskógar inn fyrir Hnútu. (2) Fagurt gljúfur, vatnsmikil bergvatnsá, skóglendi og jökulgarðar. Útivistarsvæði í nágrenni Egilsstaða.

612. Stuðlafoss, Jökuldalshreppi, N-Múlasýslu. (1) Stuðlafoss hjá samnefndu eyðibýli á Jökuldal. (2) Sérlega fögur stuðlabergsumgjörð um fallegan foss. 

613. Kverkfjöll og Krepputunga, N-Múlasýslu. (1) Kverkfjöll, Kverkfjallarani og Krepputunga. Svæðið milli Jökulsár á Fjöllum og Kreppu, allt suður í Vatnajökul. (2) Stórbrotið landslag með virkum eldstöðvum og fjölbreytilegum jarðmyndunum, jarðhiti í Hveradal og Hveragili. Íshellir í sporði Kverkjökuls. Kjörið land til útivistar og náttúruskoðunar. NB: Hluti svæðisins hefur verið friðlýst sem þjóðgarður, innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

614. Fagridalur og Grágæsadalur á Brúaröræfum, N-Múlasýslu. (1) Svæðið afmarkast af Kreppu að vestan, Grágæsahnjúk og hæstu hnjúkum rétt suðaustan Fagradals. Frá þeim bein lína í nafnlaust vatn nokkru norðan dalsins. Þaðan beint vestur í Kreppu. (2) Gróskumiklar vinjar í u.þ.b. 600 m h.y.s. Auðugt smádýralíf og fagurt landslag.

615. Snæfell, Vesturöræfi og Hafrahvammagljúfur, N-Múlasýslu. (1) Frá Eyjabakkajökli fylgja mörkin 700 m hæðarlínu að Laugará, þaðan í Fremra-Kálfafell, um Tungusporð í Búrfellstopp og þaðan beina línu í ós Dysjarár og þvert yfir Jökulsá. Að vestan fylgja mörkin vestari barmi Jökulsár á Dal inn að Kringilsá og sameinast þar eystri mörkum Kringilsárranafriðlands. (2) Vesturöræfi eru víðáttumikið og vel gróið hálendissvæði ásamt því að vera sumarland hreindýra. Mikilvægt beitiland heiðagæsa. Hafrahvammagljúfur er eitt hrikalegasta gljúfur landsins og eru gróðursælir hvammar meðfram því.

616. Eyjabakkar, Fljótsdalshreppi, N-Múlasýslu. (1) Svæðið afmarkast að vestan af 700 m hæðarlínu í Snæfellshálsi, frá Eyjabakkajökli að Eyjabakkafossi og þaðan í suðvesturenda Folavatns. Frá Folavatni beina línu um Háöldur að mörkum friðlands í Lónsöræfum suður í jökul. (2) Óvenju grösugt votlendi í um 650 m h.y.s. með fjölda tjarna. Svipmikið landslag við rætur Snæfells, jökulgarðar með hraukum við Eyjafell. Beitiland hreindýra, heiðagæsa og álfta.

617. Hengifossárgljúfur, Fljótsdalshreppi, N-Múlasýslu. (1) Gljúfrið með Hengifossi og Litlanesfossi. (2) Sérstæð umgjörð um Hengifoss, einn hæsta foss landsins, og stuðlabergsmyndanir við Litlanesfoss.

618. Ranaskógur og Gilsárgil, Fljótsdalshreppi, Vallahreppi, N- og S-Múlasýslu. (1) Gilsáreyri, Gilsárgil og Gilsárdalur ásamt Ranaskógi austan Vallholts og Tófuaxlar. (2) Stórbrotið gljúfur og vöxtulegur skógur.

619. Þingmúli, Skriðuvatn, Haugahólar og Vatnaskógar, Skriðdalshreppi, S-Múlasýslu. (1) Lönd jarðanna Þingmúla og Múlastekks milli Múlaár og Geitdalsár frá ármótum suður í og með Hálsamótum. Þá áfram suður með Múlaá, Skriðuvatn og svæði milli Forviðarár og Stuttadals, þ.e. vesturhlíðar Vatnsskógafjalls og Haugafjalls. (2) Rætur fornrar megineldstöðvar (Þingmúli), fjölbreyttar jarðmyndanir, framhlaup og steingervingar frá tertíer. Söguminjar við Þingmúla. Skriðuvatn er lífríkt vatn í gróðursælu umhverfi.

621. Sandfell í Fáskrúðsfirði, Fáskrúðsfjarðarhreppi, S-Múlasýslu. (1) Sandfell í landi Víkurgerðis ásamt næsta umhverfi. (2) Afar sérstæður líparíteitill, hluti af hinni fornu Reyðarfjarðareldstöð.

622. Blábjörg við Berufjörð, Djúpavogshreppi (áður Beruneshr.), S-Múlasýslu. (1) Klettur við sjó í landi Fagrahvamms, ásamt tanganum Haga og Gatkletti við hann og tveimur hólmum utar, Stórhólma og Kálhólma. (2) Blábjörg eru hluti af sérkennilegu og víðáttumiklu flikrubergslagi (Skessulagið).

623. Hálsar og Hálsarætur við Djúpavog, Djúpavogshreppi (áður Búlandshr.), S-Múlasýslu. (1) Hálsar og svæði ofan þjóðvegar frá Kambshjáleigu út fyrir Rakkaberg og inn með því að norðan að norðurbakka Búlandsár. Með norðurbakkanum upp fyrir gljúfrið og þaðan beina línu um Ból að þjóðvegi á móts við Hálstanga. (2) Fjölbreytilegt landslag með sérkennilegum berggöngum, skógarreit og góðum gróðurskilyrðum. Útivistarsvæði í nágrenni Djúpavogs.

624. Papey, Djúpavogshreppi (áður Búlandshr.), S-Múlasýslu. (1) Papey og úteyjar. (2) Stór, vel gróin eyja með fjölbreyttu landslagi og miklu fuglalífi. Menningarminjar.

625. Hofsdalur, Tunga (Hofstunga), Hofsá, Geithellnadalur, (Múladalur) og Þrándarjökull, Djúpavogshreppi (áður Geithellnahr.), S-Múlasýslu. (1) Hofsdalur innan Eyðikinnargils, Flugustaðadalur norðan Hofsár syðri (Sauðár) og Geithellnadalur innan Árness. Að vestan og norðan ráða vatnaskil. Til austurs ræður Hákonará, Nóngil og Eyðikinnargil. Hofsá ásamt 100 m breiðu belti sitt hvoru megin árinnar allt fram í sjó. (2) Gróðursælir dalir með vöxtulegu kjarri og skógarteigum kringdir litríkum og háum fjöllum. Margir fallegir fossar, einkum í Hofsá. Tilvalið svæði til útivistar í tengslum við Lónsöræfin.

626. Lónsfjörður og Hvalnes, Bæjarhreppi, A-Skaftafellssýslu. (1) Fjörur og grunnsævi í Lónsfirði öllum ásamt votlendi utan ræktaðs lands, milli fjarðar og Jökulsár auk jarðarinnar Hvalness í Lóni. (2) Grunnur fjörður með þroskamiklum og sérstæðum botngróðri, sjávarfitjar og mýrlendi með tjörnum. Þýðingarmikill viðkomustaður farfugla. Sérkennilegt og fagurt landslag með hömrum úr djúpbergi við Hvalnes.

627. Þórisdalur, Bæjarhreppi, A-Skaftafellssýslu. (1) Land jarðarinnar Þórisdals í Lóni vestan þjóðvegar. Að sunnan fylgja mörk Laxá, síðan hreppamörkum að Lambatungujökli, en að norðan fylgja mörk Skyndidalsá og Jökulsá. (2) Fjölbreytt og litríkt landslag. Dalsskógur í norðanverðum Laxárdal. Fjölsótt útivistarsvæði.

628. Laxárdalur, Hornafjarðarbæ (áður Nesjahr.), A-Skaftafellssýslu. (1) Laxárdalur að meðtöldum malarkambi í dalsmynninu, að öðru leyti ráða vatnaskil til Laxár. (2) Dalur með fjölbreyttum og litríkum jarðmyndunum, mýrlendi og vötn. Talsvert fuglalíf.

629. Skarðsfjörður, Hornafjarðarbæ (áður Nesjahr. og Höfn), A-Skaftafellssýslu. (1) Fjörur, grunnsævi, eyjar og sker í Skarðsfirði öllum, ásamt Álaugarey. (2) Lífauðugar leirur og grunnsævi með miklu fuglalífi. Álaugarey er jarðfræðilega sérstæð.

630. Baulutjörn, Hornafjarðarbæ (áður Mýrahr.), A-Skaftafellssýslu. (1) Baulutjörn á Mýrum. (2) Óvenju lífrík tjörn, mikið fuglalíf.

631. Umhverfi Hoffellsjökuls, Hornafjarðarbæ (áður Mýrahr.), A-Skaftafellssýslu. (1) Viðborðsdalur norðaustan undir Viðborðsfjalli og Sandmerkurheiði austur að línu úr Selhvammi um Svínafellsfjall í Miðfell. Til norðurs ráða vatnaskil inn að Goðaborg. (2) Stórbrotið landslag umhverfis skriðjökul. Kjarrlendi, jarðhitavottur er í Vandræðatungum. Jaðarlón framan við Svínafellsjökul, minjar um hopun jökuls. Djúpberg í Svínafellsfjalli og Geitafelli.

632. Skálafellsjökull og fjalllendi í Suðursveit, Borgarhafnarhreppi, A-Skaftafellssýslu. (1) Mörk svæðisins eru frá Litlafelli í Hafrafell (1008 m hæðarpunkt), þaðan í Kistugil, um Bæjarhlíðar og eftir Smyrlabjargará yfir Borgarhafnarheiði í Svínadal. Eftir Staðardal suður fyrir Hrafnagil og Kálfafellstind um Kálfafellsdal í Brókarjökul. (2) Stórbrotið landslag, jarðmyndanir svo sem jökulminjar og gabbróhnullungar. Í tindum og jökulskerjum vaxa fjallaplöntur í 1100-1300 m hæð.

633. Steinadalur og Staðarfjall, Borgarhafnarhreppi, A-Skaftafellssýslu. (1) Steinadalur, Hvannadalur og Kálfafellsdalur vestan Steinavatna með aðliggjandi fjalllendi. Að suðaustan fylgja mörk þjóðvegi, frá Steinavötnum að Steinafjalli, en að öðru leyti ráða vatnaskil. (2) Stórbrotið landslag með háum fjöllum, Þverártindsegg, hrikalegu gljúfri, þ.e. Klukkugili, og kjarri á Steinadal og í Staðarfjalli.

634. Hrollaugseyjar, Borgarhafnarhreppi, A-Skaftafellssýslu. (1) Þrjár smáeyjar. (2) Eyjar í hlýjasta hluta sjávar við landið, en nálægt skörpum hitaskilum. Klettafjörur, nánast þær einu á mjög stóru svæði.

635. Breiðamerkursandur, Jökulsárlón, jökulöldur við Kvíárjökul og Eystrihvammur, Borgarhafnarhreppi, Hofshreppi, A-Skaftafellssýslu. (1) Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, sandurinn milli Vestari-Kvíár og Fellsár, frá Breiðamerkurjökli til fjöru. Kvíármýrarkambur, Kambsmýrarkambur og aðrar jökulöldur við Kvíárjökul, þá Eystrihvammur allur ásamt stöðuvatni í botni hans. (2) Jökulsárlón er þekktasta jaðarlón á landinu. Kvíármýrarkambur, Kambsmýrarkambur og aðrar jökulöldur við Kvíárjökul eru einhverjar stærstu og sérstæðustu jökulöldur á landinu. Eystrihvammur er kjarri vaxinn með tæru stöðuvatni. Mikill og sérstæður gróður, auðugt fuglalíf og selir.

636. Hamrar milli Gljúfursár og Salthöfða, Hofshreppi, A-Skaftafellssýslu. (1) Hamrabelti ofan flugvallar við Fagurhólsmýri, frá Gljúfursá að Salthöfðafriðlandi. (2) Sérkennilegir blágrýtishamrar, sérstætt náttúrufar.

637. Svínafellslögin, Hofshreppi, A-Skaftafellssýslu. (1) Sandsteinslög neðarlega í vestanverðu Svínafellsfjalli. (2) Vatnasetlög með blaðförum frá hlýskeiði ísaldar.

638. Stóralda, Hofshreppi, A-Skaftafellssýslu. (1) Aldan sjálf, svo og um 50 m belti umhverfis. (2) Forn, algróin jökulalda framan við Svínafellsjökul.

639. Eylendið í Jökulsárhlíð, Hlíðarhreppi, N-Múlasýslu. (1) Flatlendið milli Fögruhlíðarár og Jökulsár á Brú, frá sjó og inn að Reiðhólskvísl. (2) Lítið spillt votlendi með fjölbreyttum gróðri og fuglalífi.

640. Sleðbrjótsmelar, Hlíðarhreppi, N-Múlasýslu. (1) Norðan ræktaðs lands við Surtsstaði, austan Axla og beina línu frá Gerði að vegarslóða neðan við Sleðbrjót. Fylgir honum að Jökulsá og síðan með bakka hennar inn á móts við Surtsstaði. (2) Margvíslegar jökulmyndanir frá ísöld. Hólar, hryggir og mörg jökulker, sum hver vatnsfyllt. Einhverjar merkustu jökulminjar á Héraði.

641. Jökulsárgil, Jökuldalshreppi, Hlíðarhreppi, Tunguhreppi, N-Múlasýslu. (1) Árgilið frá gömlu brúnni á móts við skólann í Brúarási að Hauksstaðahólum. Auk þess svæði milli gilsins og þjóðvegar nr. 1 að norðaustanverðu og 50 m breið spilda að suðvestanverðu. (2) Hrikalegt, þröngt árgljúfur, víða myndarlegir skessukatlar.

642. Gilja- og Hauksstaðahólar á Jökuldal, Jökuldalshreppi, N-Múlasýslu. (1) Malarhólar í tveimur aðskildum þyrpingum á utanverðum Jökuldal. Giljahólar taka yfir svæðið milli Garðár og Sandár, innan við bæinn Gil, frá dalbotni upp í um 220 m hæð. Hauksstaðahólar taka yfir svæði framan við Hauksstaðabæinn. (2) Hólarnir eru jökulvatnaset frá ísöld, líklega myndað í kverk milli skriðjökla í Jökuldal og af Fljótsdalshéraði.

643. Mælishólar á Jökuldal, Jökuldalshreppi, N-Múlasýslu. (1) Hólarnir ásamt nánasta umhverfi í landi Hnefilsdals á Jökuldal. (2) Tveir stuðlabergshólar í landi Hnefilsdals, annar mikill og áberandi um 40 m hár yfir umhverfi sitt, en hinn nokkru lægri. Við stærri hólinn er gömul grjóthlaðin skilarétt, Hnefilsdalsrétt.

644. Geitagerðisbjarg, Fljótsdalshreppi, N-Múlasýslu. (1) Berghryggur suður og niður úr hlíðinni fyrir ofan bæinn Geitagerði. (2) Jökulsorfinn berghryggur sem myndar þverhnípi að bænum. Í hraunlagi undir hryggnum eru för eftir trjáboli. Uppi á hryggnum utantil eru nokkrir sívalir skessukatlar, Hlandkollur.

645. Strútsfoss í Strútsdal, Fljótsdalshreppi, N-Múlasýslu. (1) Strútsfoss og aðrir fossar í gilinu frá ármótum við Fellsá ásamt 500 m breiðu belti beggja vegna. (2) Stórbrotið hamragil, allt að 200 m djúpt, litfagurt með klettadröngum og stöpum. Fyrir botni gilsins er Strútsfoss, einn af hæstu fossum landsins, rúmlega 100 m hár, en tvískiptur. Birkikjarr er í gilinu utanverðu og hvannstóð við fossinn.

646. Fell, Fellahreppi, N-Múlasýslu. (1) Til austurs markast svæðið af Lagarfljóti frá nesi á móts við bæinn Kross að tanga sunnan Skipalækjar, þaðan í suðurenda Urriðavatns og með þjóðvegi norður að Rangá. Að norðan og vestan ráða Rangá og Svínalækur að 170 m hæðarpunkti vestan Nónáss, þaðan eftir Lagarfljótsbakka að upphafspunkti. (2) Afar sérkennilegt landslag, sem einkennist af fellum og klettaásum með mýrarsundum og vötnum á milli. Mikill og fjölbreytilegur gróður og fjölbreytt fuglalíf. Merkar söguminjar. Útivistarsvæði í nánd við þéttbýli. (augl. nr. 78/2002).

647. Finnsstaðanes og Egilsstaðanes, Egilsstaðabæ, Fellahreppi, S- og N-Múlasýslu. (1) Að vestan afmarkast svæðið af vesturbakka Lagarfljóts og síðan þvert yfir í ós á Finnsstaðakíl. Mörkin fylgja þar næst brekkurótum og túnjaðri neðan Finnsstaðabæja að suðurenda nýs farvegar Eyvindarár og þaðan með austur- og norðurbakka hans að flugvelli. Þaðan fylgja mörkin vestara öryggissvæði flugvallar að þjóðvegi sem afmarkar svæðið að sunnan. (2) Votlendi með ríkulegum gróðri, tjörnum, kvíslum og gróðurríkum hólmum. Allmikið og fjölbreytt fuglalíf, líklega eitt hið auðugasta á Héraði. Mikilvægur viðkomustaður fugla, einkum á vorin, þar sem ísa leysir snemma á þessu svæði.

648. Húsey, Tunguhreppi, N-Múlasýslu. (1) Húsey utan ræktaðs lands norðan við Geirastaðakvísl. (2) Margvíslegt gróðurlendi með fjölbreyttu dýralífi.

649. Gláma og nágrenni, Hjaltastaðahreppi, N-Múlasýslu. (1) Að vestan afmarkast svæðið af Steinsvaðsfelli og austurbakka Lagarfljóts að virkjun. Þaðan með vegi að útenda Eiríksvatns og þaðan beina línu í austur að vesturrótum Bóndastaðaháls. Þaðan inn austan Leirtjarnar og áfram eftir austurjaðri votlendis er Gláma kallast inn undir Ártún en þaðan beint vestur í Steinsvaðsfell. (2) Óframræst votlendissvæði með mörgum stöðuvötnum, fjölda tjarna og víðlendra bláa. Mikill og fjölbreyttur gróður í mýrum og vötnum og auðugt fuglalíf.

650. Gerpissvæðið, Neskaupstað, Eskifirði. (1) Svæðið utan við línu sem hugsast dregin frá Hellisfjarðarnesi inn Hellisfjarðarmúla, um Grænafell við Oddsdal, Lakahnaus, Nóntind, Grákoll og Víkurheiði í Kaganes. Tekur yfir Barðsnes og Gerpi og eyðibyggðirnar Hellisfjörð, Viðfjörð, Suðurbæi, Sandvík, Vaðlavík og Karlskála. (2) Afar fagurt og fjölbreytilegt fjalllendi með líparítinnskotum. Austasti hluti Íslands. Fögur strandlengja.

651. Leirur í Breiðdalsvík, Breiðdalshreppi, S-Múlasýslu. (1) Strandlengjan frá Stöpum suður að Skipeyri ásamt lóninu og ósnum. (2) Leirulón með miklu fuglalífi í nánd við þéttbýli.

652. Álftafjörður, Djúpavogshreppi, S-Múlasýslu. (1) Grunnsævi, fjörur, eyjar og rif á milli suðausturhorns Melrakkaness í norðri og Biskupshöfða í suðri. (2) Í Álftafirði eru víðáttumiklar ísaltar leirur með einstæðum gróðri. Mikið fuglalíf.

653. Fjalllendið utan Skarðsdals, Hornafjarðarbæ, Bæjarhreppi, A-Skaftafellssýslu. (1) Fjalllendið utan við Skarðsdal. (2) Fagurt fjallendi með margvíslegum bergtegundum. Í Vesturhorni finnst bæði granófýr og gabbró.

654. Heinabergsfjöll, Hornafjarðarbæ, A-Skaftafellssýslu. (1) Svæðið á milli Heinabergsjökuls og Fláajökuls. Til austurs ræður lína frá enda Hafrafellsáss norðaustur um Heiðna að hæsta punkti Jökulfells. (2) Stórbrotið landslag með sérkennilegum móbergstindum í Heinabergsfjöllum, jökullón og jarðhiti í Vatnsdal og birkikjarr í Heinabergsdal.