Hvað þarf ég að gera?

Kynntu þér skyldur þíns fyrirtækis hér að neðan. Lestu vandlega í gegnum neðangreindar fullyrðingar og smelltu á þær sem eiga við þitt fyrirtæki.

Neðst á síðunni birtist samantekt varðandi þau atriði sem þú velur og þá hluta efnalöggjafarinnar sem þú ættir að kynna þér nánar.

Ef þú finnur ekki nauðsynlegar upplýsingar varðandi þína starfsemi hér að neðan getur þú sent fyrirspurn í tölvupósti eða haft samband í síma.

 

Framleiðsla

Skyldur framleiðanda eru töluvert ólíkar eftir því hvort um er að ræða framleiðslu efnis (frumefnis eða efnasambands) eða efnablöndu. Umtalsvert meiri skyldur hvíla á framleiðendum efna en efnablandna.

Fyrirtækið framleiðir efni. Hér er átt við frumframleiðslu frumefna eða efnasambanda - að búa til frumefni/efnasamband t.a.m. með efnahvarfi eða rafgreiningu.
Fyrirtækið framleiðir efnablöndur. Hér er átt við að framleiða nýja efnablöndu með því að blanda saman mismunandi efnum/efnablöndum.

 

Almennt um innflutning

Reginmunur er á þeim skyldum sem fyrirtæki undirgangast við innflutning eftir því hvort flutt er inn frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins eða utan þess. Ýmsar skyldur varðandi markaðssetningu eru þegar uppfylltar þegar flutt er inn frá löndum innan EES.

Fyrirtækið flytur inn efnavörur frá öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu.
Fyrirtækið flytur inn efnavörur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

 

Markaðssetning

Athugið að setning á markað vísar til þess að að sjá þriðja aðila fyrir vöru sem fellur undir efnalög eða bjóða hana fram, hvort heldur er gegn greiðslu eða án endurgjalds. Þetta á við hvort sem varan sem um ræðir er framleidd af viðkomandi aðila eða keypt af öðrum birgi. Innflutningur frá löndum utan EES er markaðssetning í skilningi efnalaga.

Fyrirtækið setur á markað efnavörur sem eru hættulegar heilsu eða umhverfi. Margir eiginleikar geta gert það að verkum að efnavara teljist hættuleg. Hættulegar efnavörur eru t.a.m. vörur sem eru eldfimar, innihalda krabbameinsvaldandi efni eða erta húð.
Fyrirtækið setur á markað þvotta- eða hreinsiefni.
Fyrirtækið setur á markað kælimiðla.
Fyrirtækið setur á markað nagdýra- eða skordýraeitur til að nota við eyðingu meindýra.
Fyrirtækið setur á markað sótthreinsiefni.
Fyrirtækið setur á markað viðarvarnarefni eða gróðurhindrandi vörur s.s. bátabotnmálningu
Fyrirtækið setur á markað fæliefni gegn skordýrum til að bera á líkamann
Fyrirtækið setur á markað vörur til þess að nota gegn skaðvöldum á plöntum í landbúnaði og garðyrkju eða stýra vexti þeirra.
Fyrirtækið setur á markað snyrtivörur.
Fyrirtækið setur á markað fljótandi eldsneyti.

 

Notkun efna

Í sumum tilfellum þarf að afla sér sérstakra réttinda til að mega nota tiltekin efni eða þjónusta búnað sem inniheldur þau.

Fyrirtækið þjónustar kælikerfi eða annan búnað sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.
Fyrirtækið notar hættuleg efni í starfsemi sinni.