Saga og menning

Um Vatnsfjörð hafa löngum legið alfaraleiðir og fornar vörður á víð og dreif um fjöllin vitna um löngu týndar götur. Brjánslækur var eitt af höfuðbólum Guðmundar Arasonar (um 1395-1448) á Reykhólum sem var einn ríkasti einstaklingur landsins á sinni samtíð. Eyðibýlin Þverá, Hella og Uppsalir fóru í eyði á fyrri hluta tuttugustu aldar en Vatnsdalsbakkar löngu fyrr.