Eftirlit með hættulegum vörum til þrifa og viðhalds á bifreiðum

Umhverfisstofnun ráðgerir á næstunni að fara í eftirlit sem beinist að efnavörum sem eru markaðsettar hér á landi til þrifa og viðhalds á bifreiðum. Þessar vörur hafa víðtæka notkun, bæði meðal almennings og í iðnaði og margar þeirra geta verið hættulegar heilsu og umhverfi.

Í eftirlitinu verður lögð áhersla á að skoða vörur sem flokkast hættulegar samkvæmt reglugerð nr. 415/2014 um merkingu og umbúðir efna og efnablandna sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1272/2008, hvort öryggisblöð séu í samræmi við kröfur REACH (athugið að þrátt fyrir 5. gr. reglugerðar nr. 888/2015 mega öryggisblöð nú vera á ensku) og einnig hvort kröfur reglugerðar um þvotta og hreinsiefni nr. 300/2014 sem innleiðir reglugerð(EB) nr. 648/2004 séu uppfylltar. Í úrtaki eru verslanir og birgjar sem hafa umtalsverða markaðshlutdeild í sölu á bílavörum hér á landi.

Kynntu þér reglurnar á heimasíðu Umhverfisstofnunar: