Flutningur úrgangs milli landa

Við flutning á úrgangi milli landa er að ýmsu að hyggja. Ekki er heimilt að flytja úrgang úr landi til förgunar, nema um sé að ræða spilliefni og þá þarf að afla tilskilinna leyfa. Annan úrgang en spilliefni er heimilt að flytja á milli landa til endurnýtingar og þá skal fylla út tilskilin eyðublöð.