Rekstur losunarstöðva

Sveitarfélög bera ábyrgð á uppbyggingu og rekstri fráveitna, þar á meðal móttöku og meðhöndlun skólps. Innheimta má gjald vegna losunar á skólpi frá annarri starfsemi en venjulegri heimilisnotkun.

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna hafa eftirlit með öllum fráveitum, samþykkja allar nýjar og endurbættar fráveitur og veita leyfi fyrir búnaði sem notaður er við meðhöndlun, hreinsun og losun á skólpi. Þær gefa einnig út starfsleyfi fyrir hreinsivirki fráveitu sem meðhöndla meira en 50 pe. af skólpi sem og móttökustöðvar úrgangs.

Aðeins sveitarfélögum er skylt að taka á móti úrgangi úr ferðasalernum en aðrir aðilar með starfsleyfi hjá heilbrigðisnefndum geta tekið á móti slíkum úrgangi komi það fram í starfsleyfi.

Sem dæmi um slíka aðila má nefna:

  • Tjaldsvæði
  • Gististaði 
  • Bensínstöðvar

Leiðbeiningar fyrir losunarstaði

Til að skýra betur þær kröfur sem gerðar eru til losunarstaða ferðasalerna hefur Umhverfisstofnun í samvinnu við heilbrigðiseftirlitin gefið út:

Í kortasjá Umhverfisstofnunar má einnig sjá lista yfir þá losunarstaði ferðasalerna á landinu.

Listinn er byggður á upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitum en getur breyst án fyrirvara og tökum við vel á móti ábendingum um aflagða losunarstaði eða nýja losunarstaði.