Dverghamrar

Dverghamrar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1987. Sérkennilegir og fagurformaðir stuðlabergshamrar. Ofan á stuðlunum er víða svokallað kubbaberg. Þegar sjávarborð lá hærra við ísaldarlok hefur hafaldan sett mark sitt á lögun hamranna.

Stærð náttúruvættisins er 2,14 ha.