Öryggisblöð

Undir lið 1.4 í öryggisblaði skal gefa upp síma Eitrunarmiðstöðvar Landspítala: 543 2222. Að auki má gefa upp almenna neyðarnúmerið 112.
Öryggisblöð skulu vera á íslensku eða ensku. Upplýsingar úr öryggisskýrslum um örugga notkun, sem fylgja í viðauka við öryggisblað, mega einnig vera á ensku. Athugið þó að þrátt fyrir þetta er mikilvægt að huga að staðfærslu blaðanna. Þannig þarf t.a.m. símanúmer Eitrunarmiðstöðvar Landspítala (543 2222) að koma fram undir lið 1.4.
Já, ef veittar upplýsingar á öryggisblaðinu uppfylla skyldur samkvæmt II. viðauka við REACH (sjá nánar undir Hvaða reglur gilda um snið og innihald öryggisblaða?) fyrir hvert og eitt efni eða efnablöndu. Athugið að þetta er aðeins hægt ef frávik á milli efna eða efnablandna eru minniháttar, t.d. í tilfellum þar sem um er að ræða minniháttar breytingar á styrkleika óæskilegra efna eða innihaldi sem ekki breytir eðli hættunnar. Ekki er hægt að nota eitt öryggisblað fyrir mjög ólík efni eða efnablöndur.
Ef efni eða efnablanda uppfyllir ákveðnar viðmiðanir (t.d. hættuflokkuð og leyfisskyld efni) skal birgir efnisins/efnablöndunar sjá viðtakandanum fyrir öryggisblaði. Skv. REACH er viðtakandi efnis eða efnablöndu skilgreindur sem eftirnotandi eða dreifandi:

  • Eftirnotandi er sá sem notar efnið/efnablönduna við iðnaðarstarfsemi sína eða faglega starfsemi.
  • Dreifandi er einstaklingur eða lögaðili, þ.m.t. smásali, sem einungis geymir og setur efni á markað, eitt sér eða í efnablöndu, á vegum þriðja aðila.

Þetta þýðir að þegar efni eða efnablanda er seld til aðila sem ætlar að nota hana við iðnaðarstarfsemi/faglega starfsemi og/eða selja hana áfram í smásölu, þá skulu öryggisblöð fylgja með vörunni. Auk framangreindra reglna getur viðtakandi efnis í ákveðnum tilfellum beðið um öryggisblöð.

Já, því mörg ákvæði í REACH snúa að öðrum kröfum en þeim sem varða skráningu hjá Efnastofnun Evrópu og eru óháð magni. Sem dæmi má nefna ákvæði um takmarkanir, leyfisskyldingu og flæði upplýsinga í aðfangakeðjunni (t.a.m. öryggisblöð). Þröskuldurinn við eitt tonn á ári tekur aðeins til skráningarskyldunnar.
Öryggisblöð skulu skrifuð af þar til bærum aðila (e. competent person) með nauðsynlega og viðeigandi þekkingu, reynslu og þjálfun. Tölvupóstfang þar til bærs aðila sem ber ábyrgð á öryggisblaðinu skal koma fram undir 1. lið öryggisblaðanna.
Birgjar skulu uppfæra öryggisblöð án tafar þegar:

  • Nýjar upplýsingar verða aðgengilegar sem varða hætturnar sem stafa af efninu/blöndunni eða þær ráðstafanir sem þarf að gera til að stýra áhættu við notkun
  • Þegar markaðsleyfi hefur verið veitt eða því hafnað fyrir efni í vörunni
  • Þegar settar hafa verið takmarkanir sem varða efni í vörunni

Öryggisblöð sem eru uppfærð eftir að skráningu innihaldsefna er lokið skulu innihalda upplýsingar um skráningarnúmer efnanna. Birgar skulu afhenda öllum, sem þeir hafa látið vöruna í té á síðustu 12 mánuðum, uppfærð eða endurskoðuð öryggisblöð. Á öllum uppfærðum/endurskoðuðum öryggisblöðum skulu koma fram upplýsingar um dagsetningu uppfærslunnar/endurskoðunarinnar og tilgreina skal með skýrum hætti allar upplýsingar sem hefur verið bætt við, eytt eða sem hafa verið endurkoðaðar (upplýsingar um þetta má t.a.m. setja undir 16. lið öryggisblaðsins - Aðrar upplýsingar).

Ekki er nauðsynlegt að láta öryggisblöð fylgja hættulegum efnum eða efnablöndum, sem eru boðnar eða seldar almenningi, ef þeim fylgja nægilegar upplýsingar, t.a.m. á formi umbúðamerkinga, til að notendur geti gert nauðsynlegar ráðstafanir að því er varðar heilsuvernd, öryggi og umhverfisvernd. Ef eftirnotandi kaupir vörur í neytendaumbúðum þarf dreifandi/söluaðili að útvega honum öryggisblöð ef hann óskar eftir því. Að framangreindum skilyrðum uppfylltum ber söluaðila ekki skylda til að afhenda almennum neytendum öryggisblöð.
Já, það er ekkert sem bannar að nota SDS form REACH reglugerðarinnar fyrir efni/vörur sem ekki krefjast þess. Seljendur sem ekki þurfa að útbúa öryggisblöð geta engu að síður þurft að leggja fram tilteknar upplýsingar samkvæmt 32. gr. REACH eða kosið af öðrum ástæðum að útbúa öryggisblöð fyrir sínar vörur. Leyfilegt er að nota SDS formið fyrir slíkar upplýsingar. Í slíkum tilfellum er mælt með að það komi skýrt fram að viðkomandi öryggisblöð séu ekki útbúin vegna skyldu í 31. gr. REACH, heldur aðeins til að auðvelda miðlun upplýsinga.

Ein mögulegra lausna væri að bæta við öryggisblaðið setningu á borð við: „Ekki er skylt að útvega öryggisblað með þessari vöru samkvæmt 31. gr. REACH.“

Upplýsingar í öryggisblöðum skulu vera nákvæmar, skiljanlegar og eiga sérstaklega við efnið/blönduna sem um ræðir (ekki vera almenns eðlis). Öryggisblöð skulu vera í samræmi við ákvæði II. viðauka við REACH-reglugerðina (útgáfu hans sem er í gildi hér á landi má nálgast í reglugerð (ESB) nr. 2020/878) og innihalda eftirtalda 16 liði:

  1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins
  2. Hættugreining
  3. Samsetning innihaldsefna/upplýsingar um innihaldsefni
  4. Ráðstafanir í skyndihjálp
  5. Ráðstafanir vegna slökkviaðgerða
  6. Öryggisráðstafanir fyrir fólk, hlífðarbúnaður og neyðarráðstafanir
  7. Meðhöndlun og geymsla
  8. Váhrifavarnir/persónuhlífar
  9. Eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar
  10. Stöðugleiki og hvarfgirni
  11. Eiturefnafræðilegar upplýsingar
  12. Vistfræðilegar upplýsingar
  13. Förgun
  14. Upplýsingar um flutninga
  15. Upplýsingar varðandi regluverk
  16. Aðrar upplýsingar

Útgáfudagur eða dagsetning endurskoðunar skal koma fram á fyrstu síðu öryggisblaðanna. Allar blaðsíður skulu vera númeraðar.