Umhverfistofnun - Logo

TDK Foil Iceland, Akureyri

TDK Foil Iceland ehf. kt. 590207-0120 sem hét áður Becromal Iceland ehf. hefur leyfi til að framleiða aflþynnur fyrir rafmagnsþétta í Krossanesi, Akureyri.

Helstu umhverfiskröfur

Hámarksstyrkur ammóníaks í útblæstri frá verksmiðjunni miðast við 10 ppm. Rekstraraðili skal koma í veg fyrir lyktarmengun í umhverfi verksmiðjunnar.

Hámarkslosun, mæld sem sólarhringsmeðalgildi, skal vera eftirfarandi

Uppleyst lífrænt efni (mælt sem COD)
  500 mg/L
Svifagnir   220 mg/L
Kvikasilfur   0,05 mg/L
Sýrustig   (pH) 6,5 – 9,5

Nánari upplýsingar um kröfur og eftirlit er að finna í starfsleyfinu sem gildir til 31. 12. 2021 (sem er framlengt til 31. desember 2022).