Söluskrár 2017 fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni til notkunar í atvinnuskyni

Tilgangur:

 

  • Að óska eftir söluskrám frá aðilum sem setja á markað plöntuverndarvörur og nagdýraeitur sem einungis eru ætluð til notkunar í atvinnuskyni, sbr. heimildir í 24. gr. efnalaga nr. 61/2013.
  • Að athuga hversu mikið magn af tilteknum varnarefnum var selt 2017 og hversu miklu magni af virkum efnum það samsvarar.
  • Að athuga hvort að þeir sem markaðssetja tiltekin varnarefni, sem eru eingöngu til notkunar í atvinnuskyni, afhendi aðeins þeim efnin sem hafa gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun, sbr. 24. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:
Verkefnið náði til allra plöntuverndarvara og nagdýraeiturs sem einungis eru ætlað til notkunar í atvinnuskyni. Umhverfisstofnun óskaði eftir skrám vegna sölu á þessum vörum á árinu 2017 þar sem fram kæmu eftirfarandi upplýsingar: vöruheiti, umbúðastærð, fjöldi seldra eða afhentra sölueininga af hverri umbúðastærð, dagsetning sölu, nafn og kennitala notendaleyfishafa, sem og nafn og kennitala fyrirtækis, ef við átti.

Eftirfarandi fyrirtæki féllu undir umfang verkefnisins:

    • Frjó Umbúðasalan ehf. / Samhentir Kassagerð ehf.
    • Garðheimar Gróðurvörur ehf.
    • Kemi ehf.
    • Ráðtak, meindýr og varnir ehf.
    • Streymi heildverslun ehf.


Á árinu 2017 reyndust 34 plöntuverndarvörur sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni vera á markaði hér á landi og nam salan á þeim alls 3148 kg, eða sem samsvarar 1058 kg af virku efni. Af nagdýraeitri voru 10 vörur á markaði og nam salan á þeim alls 9771. Það samsvarar einungis 0,49 kg af virku efni og þá á sér skýringu í því að styrkur virku efnanna í öllum þessum vörum er einungis 0,005%.
 

 

Plöntuverndarvörur

Nagdýraeitur

Fjöldi vara í sölu

34

10

Fjöldi virkra efna

34

2

Sala alls af vörum

3148 kg

9771 kg

Sala alls (sem magn af virku efni)

1058 kg

0,49 kg


 
Eingöngu má afhenda tiltekin varnarefni sem ætluð eru til notkunar í atvinnuskyni til einstaklinga sem hafa gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun. Af 134 kaupendum plöntuverndaravara á árinu 2017 reyndust 88 vera með notendaleyfi í gildi, 10 með útrunnin leyfi og 36 kaupendur höfðu aldrei verðið með gilt notendaleyfi eða annað sambærilegt leyfi. Mun hærra hlutfall kaupenda að nagdýraeitri var með leyfi í gildi þegar kaupin áttu sér stað eða 76 af þeim 77 einstaklingum sem keyptu slíkar vörur, en einungis einn var með útrunnið leyfi við kaup.


 

Notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörur

Notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum

 

Fjöldi

%

Fjöldi

%

Kaupandi með leyfi í gildi

88

66%

76

99%

Kaupandi með útrunnið leyfi

10

7%

1

1%

Kaupandi aldrei haft leyfi

36

27%

0

0%

Kaupendur alls

134

 

77

 


Líkt og í verkefnum fyrri ára kemur enn í ljós að hluti þeirra sem kaupa plöntuverndarvörur, til notkunar í atvinnuskyni, hafa ekki gild notendaleyfi við kaup. Það er á ábyrð þeirra sem markaðssetja vörurnar að afhenda þær eingöngu til einstaklinga sem hafa leyfin í gildi. Verða hlutaðeigandi fyrirtæki upplýst um málið, þeim bent á ábyrgð sína hvað þetta varðar og gerð krafa um úrbætur ef við á.