Ramsarsvæði

Ramsarsvæði kallast þau votlendissvæði í heiminum sem valin hafa verið sérstaklega til verndunar og nýtingu vegna gildi þeirra í mismunandi samhengi. Ramsarsamningurinn skilgreinir votlendi sem hverskonar mýrar, flóar, fen og vötn bæði náttúrulega og tilbúin, varanlega og óvaranleg með kyrru vatni eða rennandi, fersku, hálfsöltu eða söltu og þar á meðal sjór allt að sex metra dýpi.

Á Íslandi eru sex svæði skráð sem Ramsarsvæði: Andakíll, Grunnafjörður, Guðlaugstungur, Mývatn og Laxá, Snæfells- og Eyjabakkasvæðið og Þjórsárver. Öll þessi svæði eiga það sameiginlegt að vera að mestu óröskuð votlendissvæði ásamt því að vera mikilvæg búsvæði fuglastofna (yfir 1% ákveðinna stofna).