Umhverfistofnun - Logo

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er staðsettur á utanverðu Snæfellsnesi á Vesturlandi. Hann er um 170 km2 að stærð og fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. 

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er opinn allt árið. Gestastofa þjóðgarðsins er við Malarrif. Þar er upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins og áhugaverð náttúru- og verminjasýning. Reynt er að höfða til allra aldurshópa.

Breyttur opnunartími:
Gestastofan á Malarrifi lokar tímabundið frá og með mánudeginum 12. október 2020, staðan verður tekin reglulega hvað varðar opnun.

Útisalernin á Malarrifi verða áfram opin og eru þrifin daglega.

Hægt er að óska eftir opnun Gestastofunnar á bilinu 10:00-16:00. Ef óskað er eftir opnun vinsamlegast hafið samband í síma 436-6860 á skrifstofutíma eða í netfangið snaefellsjokull@ust.is með góðum fyrirvara.

Klettsbúð 7
360 Hellissandur
Sími: 436 6860
Netfang: snaefellsjokull@umhverfisstofnun.is

Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður
Linda Björk Hallgrímsdóttir, sérfræðingur

Guðmundur Jensson, landvörður

Safe Travel