Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Höfundur myndar: Þuríður Halldóra Aradóttir

Starfsmenn Umhverfisstofnunar eru í þann mund að koma upp svifryksmæli á Selfossi til viðbótar við þann sem er undir Raufafelli. Hér er hægt að nálgast mælingar frá Raufafelli. Af höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands var ákveðið að setja upp annan mæli á Selfossi. Ástæðan fyrir því er sú að líklegt þykir að ef mælirinn myndi vera staðsettur nær gosstöðvum myndi hann að öllum líkindum stíflast og verða óstarfhæfur. Einnig er vitað að í öskufalli eru svifryksgildi mjög há (jafnvel yfir nokkur þúsund µg/m3) og við þær aðstæður ætti almenningur að halda sig mest innandyra. Því er talið að mælirinn myndi nýtast betur á þéttbýlu svæði þar sem að oft er óvissa með hversu hár svifryksstyrkurinn er og upplýsingar frá honum munu nýtast til að staðfesta hve loftgæðin eru. Tilkynnt verður síðar hvar verður hægt að nálgast mælingar frá Selfossi. Staðsetning nýs mælis á Selfossi verður endurskoðaður þegar mesta öskufallið er hætt.

Svifryksmælingar á Höfuðborgarsvæðinu

Margar fyrirspurnir hafa borist Umhverfisstofnun varðandi styrk svifryks á Höfuðborgarsvæðinu sem og annarsstaðar. Á höfuðborgarsvæðinu er verið að mæla svifryk (ásamt öðrum efnum) á horni Grensásvegar og Miklubrautar, í Fjölskyldu og húsdýragarðinum, Hvaleyrarholti og Kópavogi og hægt er að nálgast niðurstöður frá Grensásvegi og Fjölskyldu og húsdýragarðinum á loftgæði.is og www.loft.rvk.is. 

Mörk svifryks sem gott er að miða við

Umhverfisstofnun telur vert að nefna ýmis mörk sem gott er að miða við þegar skoðaðar eru svifryksmælingar en einnig er hægt að nota skyggni til viðmiðunar ef ekki gengur að nálgast mælingar. Hér fyrir neðan má sjá nokkur gildi svifryks og hvað er ráðlagt að gera við þær aðstæður, t.d. þegar svifryk er 50-100 µg/m3 þá er skyggni yfir 16 km og loftgæð sæmileg. Við þær aðstæður ættu flestir að geta verið úti án vandkvæða. Þó geta þeir viðkvæmustu fundið fyrir auknum einkennum. Gott er að notast við almenna skynsemi til að meta hvort t.d. börn eða aðrir eiga að vera úti.

 

Svifryksstyrkur

Skyggni

Loftgæði

Athugasemdir

0-50 µg/m3

Mjög gott

Góð

Við þessar aðstæður eru loftgæði mjög góð og allir ættu að njóta útiveru.

50-100 µg/m3

Yfir 16 km

Sæmileg

Hér eru loftgæði sæmileg flestir ættu að geta verið úti án vandkvæða. Þó geta þeir viðkvæmustu fundið fyrir auknum einkennum. Gott er að notast við almenna skynsemi til að meta hvort t.d. börn eða aðrir eiga að vera úti.

100-150 µg/m3

Í kringum 16 km

Léleg

Um og í kringum 100 geta einstaklingar sem eru viðkvæmir fyrir fundið fyrir auknum einkennum.

150-300 µg/m3

Yfir 4 km

Slæm

Viðkvæmir einstaklingar ættu að halda sig sem mest innandyra og ekki eyða miklum tíma úti að óþörfu.

400  µg/m3

Minna en 4 km

Mjög slæm

Þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna ösku og klukkustundarmeðaltal svifryks fer yfir 400 µg/m3 er rétt að hafa leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um hvað á að gera og hvað á ekki að gera í öskufoki/öskufalli í huga.

500-1000 µg/m3

1,6 km

Mjög slæm

Almenningur ætti að forðast langvarandi útiveru. Sjá leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.

1000-2000 µg/m3

1 km

Mjög slæm

Þegar hér er viðkomið ætti almenningur að halda sig sem mest inni og loka gluggum og hurðum vel. Sjá leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.

2000-3000 µg/m3

400 m

Mjög slæm

Þegar hér er viðkomið ætti almenningur að halda sig sem mest inni og loka gluggum og hurðum vel. Sjá leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.

4000+ µg/m3

minna en 400 m

Mjög slæm

Þegar hér er viðkomið ætti almenningur að halda sig sem mest inni og loka gluggum og hurðum vel. Sjá leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.