Stök frétt

Almennur kynningafundur vegna tillögu að starfsleyfi fyrir Al, álvinnslu hf, verður haldinn í Duushúsi, Reykjanesbæ, mánudaginn 23. maí kl. 17:00

Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að að vinna ál úr allt að 12.000 tonnum á ári af álgjalli auk þjónustu fyrir eigin starfsemi. Þá er lagt til að meðhöndun gjallsands og síuryks í skolgryfju til að draga úr umhverfisáhrifum efnisins sé aðeins heimil með samþykki Umhverfisstofnunar.

Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, á tímabilinu 28. apríl til 23. júní 2011. Starfsleyfisillöguna má nálgast hér.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 23. júní 2011.