Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Höfundur myndar: Rorie Katz (United Nations)

Þann 5. maí síðastliðinn gaf póstþjónusta Sameinuðu þjóðanna út sex ný frímerki. Að þessu sinni urðu fyrir valinu heimsminjasvæði af Norðurlöndunum og er Surtsey fulltrúi Íslands. Önnur svæði eru Krónborgarhöll í Danmörku, Stafkirkjan í Urnes í Noregi, Drottningarhólmahöll í Svíþjóð, Sveaborg virkið í Helsinki og Struve landmælingaboginn sem liggur frá Hammerfest í Noregi til Svarta hafsins.

Surtsey fór á heimsminjaskrá UNESCO 8. júlí 2008 sem einstakar staður náttúruminja og er ljóst að útgáfa frímerkisins eigi eftir að auka hróður hennar en frekar.

Hægt er að sjá myndir af frímerkjunum á heimasíðu póstþjónustu Sameinuðu þjóðanna.