Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Seinasti dagur til að fella hreintarfa var 15. september. Búið var að fella tarfa útgefinna veiðileyfa á öllum svæðum nema svæði 1-2 fyrir síðasta veiðidaginn. Þrír tarfar voru svo felldir á því svæði á síðasta degi í mjög góðu veðri. Tarfakvótinn var því kláraður að fullu. Margir þungir og hornprúðir tarfar voru felldir á veiðitímabilinu. Veiðimenn hafa séð mikið af fallegum törfum nú í lok veiðitímans. Nú eru aðeins eftir fimm dagar af veiðitíma á hreinkúm sem stendur til 20. september.