Stök frétt

Umhverfisráðherra skipaði vatnaráð í byrjun júní síðastliðinn og er það skipað til fimm ára í senn. Í framhaldi af því hélt vatnaráð sinn fyrsta fund í húsi Umhverfisstofnunar þann 28. júní.  Sigríður Auður Arnardóttir er formaður vatnaráðs og er Heiðrún Guðmundsdóttir verkefnisstjóri hjá Umhverfisstofnun starfsmaður ráðsins. Aðrir fulltrúar vatnaráðs eru Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Þorsteinn Narfason, Lúðvík E. Gústafsson, Árný Sigurðardóttir, Kristinn Einarsson, Harpa Pétursdóttir, Ingimar Jóhannsson og Eik Elvarsdóttir.

Skipun vatnaráðs er mikilvægur áfangi við innleiðingu vatnastjórnunar hér á landi. Meginhlutverk vatnaráðs er að hafa umsjón með gerð tillögu að vatnaáætlun, aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, gera tillögu til ráðherra um staðfestingu þessara áætlana og endurskoðun þeirra þegar við á, að fylgjast með því hvernig markmiðum laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála er náð og að meta m.a. þann kostnað sem af áætlununum hlýst fyrir ríki og sveitarfélög. Ennfremur er hlutverk vatnaráðs að veita umsögn um reglugerðir sem byggðar eru á lögum um stjórn vatnamála. Í drögum að reglugerð um stjórn vatnamála, frá júní 2011, er hlutverki vatnaráðs nánar líst.