Stök frétt

Rjúpa í vetrarbúning.

Eldgos í Grímsvötnum dugði ekki til þess að koma í veg fyrir að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna um veiðistjórnun. Eitthvað var um forföll vegna truflana á flugsamgöngum en flestir létu það þó ekki á sig fá. Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar fyrir Norræna nefnd um veiðirannsóknir (NKV) sem sett var á fót árið 1971 eftir tillögu Norrænum ráðherranefndarinnar. Efni fundarins er veiðistjórnun þvert á landamæri (Transboundary Wildlife Management).

Meðal þess sem rætt er um á ráðstefnunni eru nýjustu leiðir í rannsóknum á villtum dýrastofnum og veiðistjórnun og einnig hvernig rannsóknir styðja við stjórnsýslu og pólitískar ákvarðanir um lífríkisstjórnun. Sérstaklega er rætt um að veiðistjórnun er oft á tíðum þvert á landamæri og milli landsvæða og hvernig megi haga því sem best.