Höfundur myndar: Völundur Jónsson
Ríkisstjórnin samþykkti að veita Umhverfisstofnun 41,9 m.kr. til framkvæmda á friðlýstum svæðum sem stofnunin telur að séu í hættu. Forsaga málsins er sú að Umhverfisstofnun skilaði skýrslu til umhverfisráðuneytis um almennt ástand friðlýstra svæða í mars árið 2010. Í kjölfar þessa óskaði ráðuneytið eftir því að stofnunin tæki saman lista yfir þau svæði sem, að mati stofnunarinnar, væru verst á sig komin og þar sem verndargildi svæða væru í hættu eða hefðu að einhverju leyti verið spillt. Umhverfisstofnun skilað umræddri skýrslu til umhverfisráðuneytis í lok september 2010. Eftirtalin svæði voru talin verst á sig komin:
Þær framkvæmdir sem ráðist verður í miða fyrst og fremst að því að auka þolmörk svæðanna gagnvart ágangi ferðamanna sem og að tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni. Ljóst er að frekari framkvæmda er þörf til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem orðið hefur á náttúru þessara svæða, en að mati Umhverfisstofnunar ættu framangreindar framkvæmdir að draga verulega úr þeirri neikvæðu þróun sem orðið hefur á svæðunum á undanförum árum. Að mati Umhverfisstofnunar er nauðsynlegt að tryggja verulegt fjármagn til skipulags, framkvæmda og eftirlits á friðlýstum svæðum svo að hægt verði að tryggja verndargildi svæðanna til framtíðar.
Eftirfarandi eru þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á þeim friðlýstu svæðum sem fjármagnið nær til:
Villuslóðum verður lokað og vegprestar við gönguleiðir settir upp. Gönguleiðir upp frá Landmannalaugum verða lagaðar eins og hægt er.
Útbúin verður gönguleið frá útsýnispalli á efra stalli meðfram gilbakkanum þar sem annar útsýnisstaður við fossbrún verður útbúinn. Gerð verður pallastétt til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra frá neðra bílaplani að útsýnisstað nálægt minnismerki Sigríðar í Brattholti. Stigi milli efra og neðra svæðis verður endurnýjaður að hluta. Lokið verður við gerð Sigríðarstígs með uppsetningu skilta.
Byggð verður lág göngubrú yfir útfallið á Strokk. Pallur við Blesa verður endurnýjaður og stækkaður. Hellustígur verður endurbættur þar sem hann hefur aflagast. Lokið verður við frágang á kaðlagirðingu og uppsetningu varúðarskilta. Settar verða upp fastar ruslatunnur við innganga að svæðinu. Gerð verður tilraun með að banna reykingar á svæðinu.
Smelltu á myndina til að skoða 360° mynd af Strokk.
Gerð verður úttekt á öryggi svæðisins. Gert verður upplýsingaskilti og leiðbeiningaskilti um námuna. Göngustígur verður endurgerður og settur upp áningarstaður. Komið verður á eftirliti með svæðinu.
Gönguleið verður stikuð og lagfærð. Sett verða upp leiðbeiningaskilti þar sem hætta er á grjóthruni og hrunsvæði afmörkuð.
Sett verður upp nýtt aðkomu- og fræðsluskilti. Sett verða upp leiðbeiningaskilti og aðkoma að hverasvæðinu fyrir fólk með fötlun verður bætt. Timburpallar verða að einhverju leyti endurnýjaðir og gönguleið að Eyvindarhelli endurbætt.