Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Undanfarin fjögur ár hefur Landhelgisgæslan, í samstarfi við Umhverfisstofnun, skimað friðlandið Hornstrandir í leit að hugsanlegum hvítabjörnum á svæðinu. Í morgun var flogið inn á friðlandið og svæðið skoðað. Það er skemmst frá því að segja að hvorki sást hvítabjörn né ný ummerki eftir hvítabirni. Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir að farin verði önnur ferð um mánaðarmótin maí - júní ef þurfa þykir. Umhverfisstofnun minnir á að á tímabilinu 15. apríl til 15. júní ár hvert þarf að tilkynna Umhverfisstofnun eða Hornstrandastofu á Ísafirði um ferðalög um svæðið. Þetta ákvæði tekur þó ekki til ferða landeigenda.