Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Fuglar

Dúfnaveislan er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar (UST), Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), ýmissa félaga sem reka skotvelli auk styrktaraðila. Tilgangur dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land allt til að kynna sér þá aðstöðu sem skotvellirnir hafa uppá að bjóða og stunda reglulegar skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst og undirbúa sig eins og best verður á kosið.  Dúfnaveislan hefst á 16 skotvöllum víða um land föstudaginn 1. júlí og stendur til 31. ágúst. UST og SKOTVÍS munu einnig hafa samvinnu um gerð kynningarefnis um skotfimi á þessu og næsta ári.

Reikna má með að um hátt í 10 þúsund veiðikortahafar muni ganga til veiða á næstu mánuðum, en sannir veiðimenn temja sér ákveðnar siðareglur í umgengni sinni við náttúruna og umhverfi sitt og ein af þeim siðareglum er ástundun skotæfinga.  Veiðimaður sem vill hitta bráð sína þarf að vera einbeittur, í formi, fær um að meta fjarlægðir og meðvitaður um eiginleika vopna sinna og skotfæra og því eru veiðimenn hvattir til að nýta sér þennan viðburð til að kynnast því sem félög víða um land hafa uppá að bjóða.

Sjá nánar um fyrirkomulagið hér á heimasíðu SKOTVÍS.

Auglýsing Dúfnaveislunnar á PDF sniði