18. nóvember 2011 | 08:37
Landvarðanámskeið á vordögum
Umhverfisstofnun stefnir að því að halda landvarðarnámskeið á vordögum 2012. Um er að ræða 110 klst námskeið sem gefur þátttakendum réttindi til landvörslu á friðlýstum svæðum. Námskeiðið verður að hluta kennt í fjarkennslu. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir hlutverk landvarða, eftirlit og fræðslu á friðlýstum svæðum, umhverfistúlkun, náttúruvernd o.m.fl. Námskeiðið verður nánar auglýst er nær dregur.