Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Höfundur myndar: Ólafur A. Jónsson

Umhverfisstofnun barst nýlega ábending um auglýsingu í Bændablaðinu 18. ágúst sl., á léttu klifurhjóli sem er „Nýjung í smalamennsku!”, „Tætir ekki upp gróður” og „Umhverfisvæn.” Umhverfisstofnun vill vekja athygli á að allur akstur utan vega, á vélknúnum ökutækjum, er bannaður, nema á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin. Í reglugerð eru tilgreindar undanþágur vegna sérstakra starfa, en ekki er heimilt að aka utan vega innan miðhálendis Íslands vegna starfa í landbúnaði, t.d. smölunar fjár. Umhverfisstofnun hefur því bent fyrirtækinu Kasma ehf. á að efni umræddrar auglýsingar er villandi og til þess fallið að hvetja til ólögmæts utanvegaaksturs hjá þeim sem smala fé. Umhverfisstofnun telur einnig að með villandi upplýsingum í auglýsingunni felist brot á upplýsingarétti neytanda, og hefur stofnunin því vísað þessu máli til umfjöllunar Neytendastofu.