Stök frétt

Fiðrildagildra hefur verið sett upp í þjóðgarðinum Snæfellsjökli í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands en slíkar gildrur eru komnar allvíða um landið. Fylgjast á með komu fiðrilda í gildruna, hvað tegundir koma og hvenær, en ferðir fiðrilda þykja gefa góða vísbendingu um breytingar í náttúrunni sem mikilvægt er að fylgjast með. Landverðir þjóðgarðsins munu vakta gildruna og síðan verður aflanum komið áfram til Náttúrustofunnar til greiningar. Hingað til hefur aflinn verið heldur rýr enda hefur verið kalt í veðri og vindasamt. Gildran er líkt og frá öðrum heimi í náttúru þjóðgarðsins en fróðlegt verður að vita hvað fiðrildi veiðast hér yst á Snæfellsnesinu og bera saman við þau sem falla fyrir gildrum í öðrum landshlutum.