Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur, að höfðu samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands og sveitarstjóra Skaftárhrepps, ákveðið að færa loftgæðamælistöðina sem hefur síðustu daga verið á Selfossi yfir á Kirkjubæjarklaustur. Gert er ráð fyrir að mælirinn verði kominn í gagnið á nýjum stað seinnipartinn í dag eða í kvöld.

Fulltrúar frá Umhverfisstofnun verða viðstaddir borgarafund á Kirkjubæjarklaustri í kvöld og verða til svara varðandi loftgæði og viðbrögð við þeim.

Loftgæði hafa almennt séð verið góð á mælistöðvum í dag og í gær og spilar úrkoma þar örugglega nokkuð inn í. Þó var vart við aukningu á styrk svifryks á Raufarfelli fyrir hádegi í gær, miðvikudag og eftir hádegi á Selfossi og náði hæsti toppur upp í 130 µg/Nm3. Í Reykjavík eru gildi lág og vel undir 50 µg/Nm3.